fbpx

Matching frá YSL

Ég Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniStíllVarirYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fékk fallegt tvíeyki að gjöf um daginn frá Yves Saint Laurent. Gjöfin innihéld glæsilegan varalit og naglalakk í stíl. Svo að sjálfsögðu skellti ég gripunum á mig, steig út á stétt, skellti höndunum uppí andlit og tók fallegar myndir af þessum glæsilega fallega lit. Ég held að vinnumönnunum sem eru að fegra húsið hinum megin við götuna sé hætt að lítast á blikuna með þessa sjálfsmyndaóðu konu… mig!

En það er bara gaman af því ;)

matchingysl2

Varaliturinn er Rouge Pur Couture litur sem er glæsileg varalitalína sem hefur verið til síðan 1978 en þessi litur er partur af Kiss & Love lúkki frá merkinu sem samastendur m.a. af fjórum æðislega fallegum og áberandi varalitur. Varaliturinn bráðnar fallega saman við varirnar og gefur þeim þéttan og fallegan lit sem þekur varirnar alveg. Liturinn er áferðafallegur með léttum glansi og kremaðri áferð.

matchingysl5

Rouge Pur Couture Kiss & Love Edition í litnum Fuchsia nr. 19 og La Laque Couture The Mats nr. 219 Le Fuchsia Mat.

Hér sjáið þið betur þessa glæsilegu liti sem smellpassa saman! Í þessu Kiss & Love lúkki koma fjórir fallegir varalitir, þessi bleiki, nude litaður, rauður og orange litaður og það koma fjögur naglalökk sem smellpassa við hvern lit og eru öll svona fallega mött.

Mér finnst þessir Kiss & Love varalitir alveg extra flottir því það er búið að skera út þessar flottu varir í formúluna. Liturinn er til „venjulegur“ ef svo má segja eða ekki með útskurðinum – en hann gerir þá bara extra fallega og veglega!

matchingysl4

Naglalakkið er með fallegri ljómandi mattri áferð. Það er frekar þunnt svo það þarf alveg tvær umferðir af því en þá verða neglurnar mjög fallegar. Kosturinn við að vera með þunnt naglalakk er að þau þorna svo svakalega hratt svo maður er enga stund að lakka neglurnar. Ég hef alltaf kunnað vel við pensilinn í YSL lökkunum, það er mjög auðvelt að bera lakkið á neglurnar með einni stroku og svo bara annarri þegar fyrri umferðin er þornuð.

matchingysl

Þetta eru hábjartir og fallegir litir sem lýsa upp skammdegið án efa! Ég held að þetta tvíeyki væri algjörlega fullkomið við t.d. dökkrúnt smokey. Þó þið séuð með ljósa húð eins og ég er ekkert sem segir að þið þolið ekki svona bjarta og áberandi liti – mér sjálfri finnst t.d. yfirleitt fara mér betur að vera með bjarta liti en litlausa, það færir andlitinu mínu gleði og fallega áferð.

Erna Hrund

Beauty Tips: Nokkur gömul en góð!

Skrifa Innlegg