í dag er ekki bara dásamlega fallegur sumardagur í dag er haldið uppá maskaradag hjá Max Factor í Hagkaup Smáralind frá 12:00 – 18:00. Á maskaradeginum verður nýjasti maskari merkisins kynntur til leiks og það á frábæru tilboði gegn einu einföldu skilyrði sem ég vísa á hér neðar í færslunni.
Í tilefni dagsins setti ég upp nýjasta maskarnn í þriðja sinn en hann er alveg það glænýr á markaðnum. Ég hef yfirleitt hrifist af möskurunum frá Max Factor, formúlan þykir mér alltaf standa fyrir sínu og burstarnir eru mjög góðir, ég notareyndar bara gúmmíburstana en ég kann best við þá eins og þið vitið.
Hér sjáið þið förðun dagsins, hún er voða náttúruleg og sett saman þannig að augnhárin fái að njóta sín sem mest.
Maskarinn heitir Masterpiece Glamour Extension og hann er beint framhald af Masterpiece Transform maskaranum sem kom í lok síðasta árs og þið getið lesið um hjá mér HÉR.
Maskararnir eru báðir með þessari sömu stórfurðulegu gúmmígreiðu sem kom mér svo sannarlega á óvart fyrst. Mér finnst yfirleitt þessar skrítnu greiðu þær langbestu eða þær langverstu um þessa greiðu á fyrra atriðið við. En til að koma því að þá hafa Masterpiece maskararnir fengið verðlaun fyrir snilld sína m.a. sem besta nýjung sinnar tegundar á breskum snyrtivörumarkaði.
Ég er sjálf tiltölulega nýbýin að fá mitt eintak og get því sagt að mér líst vel á þennan en það álit er byggt á skoðun minni og ást á Masterpiece Transform en þann maskara kláraði ég upp til agna. Formúlan er enn frekar blaut á þessum maskara og mér finnst ég aldrei fullkomlega geta dæmt maskara fyr en ég er að minnsta kosti búin að ná að prófa hann 5 sinnum. Ég er búin núna að prófa hann þrisvar og hér á myndunum sjáið þið þegar ég notaði hann í fyrsta skipti. Ég er bara búin að vera að nota hann svona við dagfarðanir og þá set ég aldrei meira en eina umferð af maskara.
Maskarinn er 3 in 1 maskari en hann lengir, þykkir og gerir umgjörð augnanna enn dramatískari en sá sem kom á undan. Formúlan er rík af trefjaögnum sem leggjast á augnhárin og lengja þau og auka við þykktina og gefa þeim þessa dramatík. Trefjamaskarar eru sífellt að verða vinsælli og mjög mörg merki bjóða nú uppá svona maskaraformúlu. Burstinn finnst mér snilld því stuttu hárin á burstanum gera það að verkum að það er ekkert mál að komast alveg uppað rót augnháranna svo þið náið að þekja þau alveg frá rót að toppi.
Ef ykkur vantar nýjan maskara og líst vel á þennan frá Max Factor þá hvet ég ykkur til að smella á Facebook síðu merkisins á Íslandi og sjá hvernig þið gætuð fengið þennan nýjasta á 50% afslætti – bara í dag.
Það er vel þess virði að prófa þennan og þá sérstaklega á þessu frábæra tilboði en það er nú ekki á hverjum degi sem þið getið fengið nýjasata maskarann á 50% afslætti.
Eigið frábæran dag mínar kæru ég minni á Essie sumarleikinn sem þið finnið hér á síðunni minni og seinna í dag birtist svo listi yfir vörurnar sem voru í uppáhaldi hjá mér núna í apríl. Ég er voðalega óstöðug í þeim færslum þið verðið að afsaka en mín snyrtibudda breytist ekkert svo mikið dag frá degi og ekki einu sinni mánuð frá mánuði svo ég nenni ekki alltaf að vera að drepa ykkur úr leiðindum með sömu vörum alltaf – en það hafa verið smá breytingar á síðustu mánuðum – lofa!
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg