Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ég eignaðist dreng í desember 2012. Ég var langt í frá sú eina sem eignaðist barn þann mánuðinn. Við erum rúmlega 100 stelpur sem erum saman í facebook hóp við komum allar úr ólíkum hópum og eigum lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að við vorum allar settar í desember 2012.
Af þessum rúmlega 100 stelpum þekkti ég eina fyrir, í dag er ég svo heppin að geta kallað nokkrar af þeim nánar vinkonur mínar. Við í hópnum veitum hvor annarri styrk, stuðning og góð ráð. Ein okkar á skilið það að vera kölluð hetja dóttir hennar fæddist með sjaldgæfan heilagalla og hefur barnaspítalinn verið annað heimili fjölskyldunnar undanfarna mánuði.
Nokkrar úr hópnum tóku sig saman og stofnuðu styrktarreikning fyrir fjölskylduna – ég hvet ykkur til að kíkja á upplýsingar um hann HÉR.
Það er mín ósk og okkar stelpnanna að það verði mögulega hægt að létta aðeins undir með fjölskyldunni. Ég hvet ykkur sem getið til að leggja frjáls framlög inná reikninginn sem er gefinn uppá síðunni hér fyrir ofan – margt smátt gerir eitt stórt. Ef þið hafið ekki kost á því þá hvet ég ykkur til að skila góðum straumum og kveðjum til stúlkunnar og foreldra hennar.
Með fyrirfram þökkum,
EH
Skrifa Innlegg