fbpx

Marc Jacob snyrtivörur

makeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Nú styttist í stundina sem ég er búin að vera að bíða alltof lengi eftir – að eignast Marc Jacobs snyrtivörur. Það er komið rúmlega ár síðan ég sagði frá því á gömlu síðunni að hönnuðurinn væri á leiðinni í samstarf með snyrtivörufyrirtækinu Sephora og 9. ágúst verða vörurnar loksins fáanlegar.

Ég bý svo vel að að eiga góða að í USA svo ég sé fyrir mér að kaupa mér örfáar vörur úr línunni. Eftir að vera búin að skoða og lesa mér til um vörurnar í línunni er ég spenntust fyrir hyljurunum, kinnalitunum og augnskuggapallettunum. Snyrtivörulínan hans Marcs inniheldur 124 vörur sem skiptast í 4 flokka, Smart Complexion, Blacquer, Hi-Per Color, og Boy Tested, Girl Approved. Vörurnar í síðasta flokknum eru unisex – varasalvi, augabrúnagel og hyljari.Ef þið eruð ekki óþolinmóðar eins og ég þá gætu eftirfarandi upplýsingar glatt ykkur því í fyrsta sinn ætlar Sephora að leyfa fleiri verslunum en bara þeim sem eru í USA að selja exclusive snyrtivörulínu. Marc Jacobs vörurnar eiga að mæta í Sephora verslanir í Evrópu árið 2014 og í Asíu árið 2015.

Ef þið eruð forvitnar um að skoða vöruúrvalið frá Marc þá getið þið skoðað allar vörurnar HÉR.

Mikið hef ég saknað þess að skrifa almennilega færslu inná þessa síðu mína – i’m back!

Innan skamms ætla ég svo að halda áfram með makeup bloggáskorunina mína.

EH

Póstur frá Chanel

Skrifa Innlegg