„From every blush that kindles in thy cheeks,
Ten thousand little loves and graces spring
To revel in the roses.“
Kinnalitur er ein af mínum uppáhalds snyrtivörum. Ætli þeir séu ekki bara í 2. sæti beint á eftir möskurum. Ég er heilluð af breytingunni sem getur orðið á andliti fólks bara með smá kinnalit og þess vegna finnst mér ótrúlega gaman að sjá hvað þeir eru að verða vinsælir aftur. Á tímabili voru konur nánast bara hættar að nota kinnaliti það var eins og mörgum fannst nóg að nota bara sólarpúður í kinnarnar – en þessar vörur þjóna bara ekki sama tilgangi fyrir andlitið.
Kinnalitur gefur húðinni okkar ljóma og frískleika. Hér áður fyrir, fyrir tíma snyrtivara, klipu konur sig í kinnarnar til að fá lit í þær svo þær litu frísklega út þegar álitlegir karlmenn voru nærri í dag þá þurfum við þess ekki því lausnin við þessu „vandamáli“ fæst bara útí næstu snyrtivöruverslun.
Hér eru nokkur kinnalitatips frá mér til ykkar:
- Berið kinnalitinn á epli kinnanna, þau standa út þegar þið setjið eitt stórt bros yfir andlitið. Doppiði litnum létt með kinnalitabursta. Ég nota reyndar fingurna þegar ég er með kremaðan eða gelkenndan kinnalit.
- Þegar ég ber krem- eða gel kinnaliti á húðina finnst mér gott að nudda litnum aðeins á milli fingranna til að hita litinn smá þá bráðnar hann alveg inní húðina og engin skil myndast.
- Ég vel kinnaliti eftir því í hvernig skapi ég er í hvern dag – margir gætu sagt að þeir sjái engan mun á kinnalitum en ég sé mikinn mun og ef ég er til dæmis þung í skapinu einhver tíman þá get ég ekki verið með hvaða kinnalit sem er – þá þarf ég einhvern með miklum ljóma til að reyna að lífga aðeins uppá ásýnd mína.
- Eins og með ásetningu flestra snyrtivara á orðatiltækið „less is more“ líka við um kinnaliti – ekki misskilja mér finnst æðislegt að nota mikið af kinnalit ég meina að berið bara smá og smá af litnum á kinnarnar í einu, dustið vel úr burstanum áður en þið berið hann á kinnarnar því það er auðveldara að bæta við litinn en að minnka hann.
- Blandið litnum alltaf út með kinnunum – s.s. í áttina að hárlínunni en alls ekki alla leið.
Ég er búin að sanka að mér alls konar kinnalitum og á næstu dögum og vikum ætla ég að deila útliti þeirra með ykkur ég vona að þið hafið jafn gaman af því og ég:)
EH
Skrifa Innlegg