Ég á vægast sagt mikið af snyrtivörum og ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja aðeins dreifa úr þeim inná baðherbergi því mér finnst þær ansi fallegar. Draumurinn er reynda að vera með fataherbergi með flottu snyrtiborði í þar sem ég gæti verið með fullt af gegnsæjum hrislum til að raða, flokka og sýna snyrtivörurnar. Eins og staðan er í dag eru þær geymdar í hvítum Ikea kössum undir vaski – það eina sem ég fæ að gera er að vera með penslana mína uppi við í glærum blómavasa – svo fá ilmirnir líka að njóta sín ofan á hillu inná baði.
Það eru til nokkrar týpur af snyrtivöruhirslum og þekktustu merkin eru líklega Muji og Ediva – þær týpur er hægt að panta til landsins frá t.d. ebay og Amazon en svo á ég reyndar líka hirslur úr Ikea og Söstrene Grene.
Fallegt finnst ykkur ekki – eða svo lengi sem það er ekki allt í drasli í skúffunum sem getur komið fyrir hjá mér….
Ikea hirslan mín er eins og þessi sem er á 1. og 6. myndinni – veit ekki hvort þær fást ennþá en þær voru í baðherbergisdeildinni á neðri hæðinni:)
EH
Skrifa Innlegg