fbpx

Maison Martin Margiela fyrir H&M – Lookbook

Lookbookið fyrir samstarf H&M og merkið Maison Martin og Margiela er komið á netið. Hér sjáið þið það sem í boði verður.

Mér finnst þetta nú bara vel heppnað og blái liturinn er alveg ótrúlega fallegur og greinilegt að Pattra er alveg meðetta þegar kemur að því að segja frá tískulitum árstíðanna;) Línan einkennist af oversized flíkum sem hentar alls ekki öllum og það er kannski eina feilið að mínu mati því mér finnst að H&M ætti svolítið að einkennast af því að bjóða uppá flíkur fyrir alla. Línan á samt án efa eftir að seljast upp, þær gera það alltaf allar. Annars hafa ekki komið fram neinar vísbendingar um verð

Sumt finnst mér þó heldur mikið af því góða en nude toppurinn með bikinítoppnum þrykktum á og ljósbláu buxurnar, ásamt risastóru bláu kápunni á myndinni fyrir ofan finnst mér mest spennandi. Eins og áður hefur komið fram hér á Trendnet er línan væntanleg í verslanir 15. nóv.

Hvernig líst ykkur á?

Nýtt í Fataskápnum

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Kristín María

    16. October 2012

    Mér finnst (leður?)jakkinn, grái/navy blazerinn og grænu buxurnar, stuttermaskyrtan, ljósgrái peysukjóllinn, prentaði kjólinn og missíða pilsið ásamt silfraða hálsmeninu með hringnum áhugavert. En þessar töskur með hönskunum eru hinsvegar wacko.