Íslenska fyrirsætan Magdalena Sara situr fyrir í myndaþætti í nýjasta hefti franska Elle. Það er alltaf gaman að sjá þegar íslenskar fyrirsætur ná langt í þessum stóra tískuheimi.
Magdalena sigraði í íslensku Elite Model Look fyrirsætukeppninni árið 2011. Í kjölfarið fór hún svo útí alþjóðlegu keppnina sem var haldin í Shanghai. Að keppninni lokinni var henni svo boðinn samningur við Elite World og prýðir núna meðal annars vefsíður Elite í París og London.
Hér fyrir neðan sjáið þið myndaþáttinn sem þessi fallega unga stúlka sat fyrir í.
Skemmtilegar og sumarlegar myndir!
Það verður gaman að fylgjast með þessari flottu stelpu og hennar árangri í tískuheiminum. Nýlega hefur hún verið í verkefnum í París, London og Mílanó – þar á meðal er verkefni fyrir tískuhúsið Miu Miu – spennó!
Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Magdalenu og spurja hana útí myndatökuna og verkefnin sem eru í gangi hjá henni en núna nýlega var hún í verkefni með breska leikaranum Mark Strong sem þið ættuð að kannast við úr fyrstu Sherlock Holmes myndinni.
Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessari myndatöku?
Verkefnið kemur í gegnum Elite parís og eftir að hafa farið í Casting hjá ELLE þá fékk ég verkefnið.
Er mikill munur á því að taka þátt í verkefnum erlendis en hér heima – ef svo er hver er munurinn?
Já mér finnst vera aðeins munur. Mesti munurinn er ferlið fyrir verkefnið, en í sjálfu verkefninu er kannski mesti munurinn að það er mikið fleira fólk á setti og meira umstang.
Máttu segja okkur eitthvað frá verkefninu fyrir Miu Miu?
Miu Miu verkefnið var presentation sem að tók rúma viku. Í slík verkefni eru oftast valdar frekar ungar og nýjar fyrirsætur. Þar t.d. hitti ég Ms. Prada sem er hönnuðurinn á bak við Miu Miu.
Myndir þú mæla með því að stelpur á þínum aldri með fyrirsætudrauma ættu að taka þátt í Elite keppninni?
Já ekki spurning. Mín reynsla af keppninni er góð og það er rosa tækifæri að vera hjá módelstofu sem er með skrifstofur um allan heim eins og Elite er með.
Það er greinilega nóg að gera hjá þessari fallegu, ungu stelpu og það verður gaman að fylgjast með henni í nánustu framtíð :)
EH
Skrifa Innlegg