fbpx

Mæðradagsgjöfin

Lífið MittMeðgangaTinni & Tumi

Ég efast nú ekki um það að allar mæður séu sammála mér í því að það er ekkert jafn skemmtilegt, jafn erfitt, jafn yndislegt, jafn þreytandi, jafn dásamlegt og jafn krefjandi eins og að vera mamma – en það er sko best í heimi!

Ég fékk að fagna þriðja mæðradeginum mínum sem móðir í dag og ég er sannarlega í skýjunum með afkvæmið sem er það fullkomnasta sem ég hef nokkru sinni skapað um ævina – ég er síðan svo heppin að eiga von á öðrum svona fullkomnum einstaklingi í ágúst þegar krílið mætir í heiminn.

Við Tinni Snær erum búin að eiga yndislegan dag saman þrátt fyrir leiðinda fyrirvaraverki hjá móðurinni sem er nú komin 26 vikur – ég vona að þeir fari nú ekki að gera sig velkomna neitt samt meira á næstunni. Ég fékk það svo svona nokkurn vegin staðfest í síðustu mælingum hjá ljósunni minni að krílið yrði líklegast á stærð við bróður sinn þar sem legbotnshæðin mælist 2 yfir meðaltali miðað við hvað ég er komin langt. Þarna óma mjög kunnugleg orð í mínum huga þar sem ég var alltaf líka 2 yfir með Tinnann minn. Screen Shot 2015-05-10 at 9.43.30 PM

Hér sjáið þið 26 vikna kúluna mína – mér líður í alvörunni eins og ég sé með körfubolta inná mér!

Í morgun fékk ég pakka uppí rúm til mín sem innihélt þessa æðislegu náttkskyrtu. Ég og Aðalsteinn vorum á rölti um Hagkaup eitt kvöldið fyrir helgi – í nammileiðangri en ekki hvað! og ég sá þessa sjúklega girnilegu skyrtu inní nýrri deild F&F í Skeifunni. Ég hafði orð á því að þessi væri algjörlega fullkomin og ábyggilega svakalega þægilegt að fá að kúra í henni og viti menn hún leyndist í pakkanum það er greinilegt að litli kall var einhvers staðar að hlera þrátt fyrir að hafa verið í næturpössun – já eða hann á bara sérstaklega góðan pabba :)

26vikur

Ég sit hér í skyrtunni og skrifa þessa færslu – sjitt hvað hún er þægileg! Ég held að þessi komi líka með mér uppá fæðingadeild – fullkomin til að klæðast þar. Ég mæli alla vega alveg með henni fyrir verðandi mæður – ef þið eruð eitthvað eins og ég alveg sípissandi á næturnar þá er miklu betra að vera bara í svona og nærbuxum á nóttunni því ég er bara alveg hætt að passa í allar náttbuxurnar mínar sem gerir það að verkum að ég er heillengi bara að rembast við að koma mér úr og í þær aftur – dýrmætur tími sem ég gæti eitt í svefn!

Að lokum til að þakka litla yndisdrengnum fyrir – sjáið þennan yndislega fallega sjarmör!!

Screen Shot 2015-05-10 at 8.48.17 PM

Þessi á svo sannarlega eftir að sjarmera fleiri dömur uppúr skónnum en bara mömmu sína. Myndin er nota bene tekin því sonurinn krafðist þess að fá mynd af sér með mjólkurhristingnum sínum eins og mamma hans sem tók snapp af sínum. Ég stóðst ekki mátið og birti að sjálfsögðu þessa gersemi inná Instagram – það er ekki annað hægt en að fá að monta sig smá þegar maður á gullmola sem þennan***

Ég er ofboðslega þakklár fyrir þessa fallegu gjöf sem sonurinn færði mér en besta mæðradagsgjöfin er samt og verður samt alltaf það að fá að vera mamma hans Tinna Snæs – já og krílsins***

Til hamingju elsku mæður nær og fjær!

EH

How to: Stifthyljari!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Steinunn Edda

    11. May 2015

    úff já! NO PANTS á nóttunni, annars pissa ég 3var sinnum meira! Velkomnir náttkjólar/skyrtur! xx þú ert fín <3