fbpx

Lúxusvarir ♡

Bobbi BrownNýjungar í SnyrtivöruheiminumVarir

Varalitinn fékk ég sem gjöf. Allt sem ég skrifa kemur frá mér sjálfri, ég skrifa allt af hreinskilni og einlægni.

Mig langaði að segja ykkur frá varalit, alveg ofboðslega fallegum varalit sem kemur í alveg glæsilegum umbúðum. Varaliturinn er frá hinu dásamlega fallega merki Bobbi Brown. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá koma uppáhalds varalitirnir mínir frá Bobbi Brown – ég sé ekki sólina fyrir Creamy Matte varalitunum frá Bobbi, þeir eru þeir allra bestu að mínu mati og ég elska að fá mér nýjan og nýjan lit. Hér sjáið þið þó ekki þá þó svo það hljómi þannig en hér eru nýjustu varalitirnir Luxe Lip Color. Virkilega fallegir varalitir með sterkum og flottum lit, kremaðri áferð sem endist svakalega vel.

Mér finnst Bobbi Brown vera merki þar sem formúlurnar eru alltaf toppurinn. Mikil vinna er lögð í að varan standi fyrir sínu og geri það sem Bobbi sjálf vill að þær geri. Umbúðirnar eru alltaf klassískar og yfirleitt eru þær nú svartar en þessar eru alveg lúxus!

Luxe Lip Color varalitirnir eru til í þónokkrum litum en hér sjáið þið þann sem ég fékk.

BBluxus5

Luxe Lip Color í litnum Posh Pink nr. 10

Liturinn er virkilega fallegur, hann er með glæsilegum bleikum lit sem er með dáldið köldum undirtón sem ég kann vel að meta. Liturinn er mjög þéttur og áberandi fallegur og fer mínu litarhafti vel. Ég er búin að taka hann nokkrum sinnum fram síðan í desember þegar ég fékk hann. Ég kann vel við formúluna sérstaklega hve litsterk hún er þó hún sé alveg svakalega létt. Ég hlakka til að prófa fleiri liti af þessum varalit – verður gaman að sjá hvort það komi fleiri litir eitthvað á næstunni.

Ég fékk sent viðtal sem Bobbi Brown sjálf fór í í tengslum við launchið á þessum flottu varalitum. Ég er smá sein með þessa færslu sem átti upphaflega að koma fyrir jól en týndist smá svona í öllu sem var að gerast hjá mér þá – stundum er það nú bara þannig. En varalitir eiga alltaf við og sérstaklega í dag þegar varalitir eru nánast ómissandi í snyrtibuddur kvenna.

bobbi-brown-interview-c

What makes this new lip color formula so special?
Luxe Lip is our most luxurious lipstick yet. It glides on effortlessly and gives lips rich, vibrant color with an ultra- luxurious finish. The nourishing formula is packed with moisturizers and peptides that work behind the scenes to make lips look softer and smoother—even after it’s taken off.

– Bobbi Brown

Any tips to finding the perfect everyday lip color?
To find the most flattering nude lipstick, use the natural coloring of lips as a guide. The best shade will either match or be one or two shades brighter or darker than lips.

– Bobbi Brown

BBluxus6
What is a beauty must when wearing bolder lip colors?
Make sure lips are smooth and conditioned before applying lipstick; bright color can accentuate uneven lip texture. And for the most precise look, use a Lip Brush to apply lipstick; keep color within the natural lines of lips. Also, make sure to keep the makeup balanced—bright and bold lips look most modern with simple eye makeup.
– Bobbi Brown

Ég birti nú reyndar bara brot af viðtalinu sem ég fékk þar sem Bobbi svarar spurningum um varalitina, ég ákvað að birta það sem mér fannst henta vel við þessa færslu. Mér finnst alltaf áhugavert að lesa viðtöl við svona snyrtivöru frumkvöðla eins og þessa glæsilegu dömu – hún er ein þeirra sem skapar trendin í heiminum og ein af þeim sem allir bera mikla virðingu fyrir og leita til. Ég er aðeins búin að fá að sjá það sem er framundan og hjálpi mér Bobbi árið 2016 verður glæsilegt ár og ég hlakka til að sjá nýjungarnar í eigin persónu.

Ef þið eruð Bobbi konur eins og ég þá hvet ég ykkur til að fylgjast vel með síðunni því á næstu dögum ætla ég að gefa æðislegar húðvörur frá þessu fallega merki sem gefa húðinni mikinn raka og fallega ljómandi áferð – jebb ég ætla m.a. að gefa ÞETTA KREM.

Erna Hrund

Ráð við hárlosi á brjóstagjöf

Skrifa Innlegg