Love Makeup

Ég Mæli MeðmakeupNetverslanir

Nú finnst mér kominn tími til að tala um uppáhalds snyrtivörunetverslanirnar mínar eftir þó nokkrar ebay færslur. Ein af mínum allra uppáhalds er þessi HÉR – Love Make Up. Verslunin býður uppá þónokkur vinsæl merki og flest þeirra eru ófáanlegt hér á landi.

Búðin sendir frá Bretlandi sem þýðir það að sendingarkostnaðurinn er ekki hár – venjulega bara nokkur pund – og sendingartíminn gerist varla styttri. Það hefur komið fyrir hjá mér að fá vörurnar bara í sömu viku og ég kaupi þær og það er undantekning ef biðin er lengri en 10 virkir dagar.

Hér sjáið þið örlítið brot af því sem er í boði – ég mæli með að þið kíkið bara sjálfar á úrvalið!

Real Techniques burstarnir hennar Samönthu hjá Pixiwoo fást í versluninni, ég er bara búin að vera að nota þessa bursta síðan ég fékk mér þá fyrir nokkrum vikum síðan. Ótrúlega mjúkir og góðir.Makeup Atelier er merki sem ég lærði meðal annars á þegar ég var í förðunarskólanum, ótrúlega góðar vörur. Þetta er reyndar eina merkið sem þeir senda ekki út fyrir Bretland svo maður þarf helst að þekkja einhvern sem er til í að vera milliliður:)Lip Tar frá OCC – þið finnið hvergi varaliti með jafn sterkum lit eins og þessa hér.Snilldarmerkið Lime Crime er fáanlegt í versluninni ef þið hafið ekki nú þegar prófað vörur frá þeim þá mæli ég með því að það verði ykkar næsta verk.Mig dreymir um Sigma förðunarburstana, þessir eiga að vera þeir bestu og ég hef aldrei heyrt neitt slæmt um þá. Mest langar mig í augnförðunarbursta settið þeirra.NYX makeup merkið er með mjög gott vöruúrval í búðinni og t.d. kosta Jumbo blýantarnir rúmlega 3 pund sem eru sirka 7-800 kr – gjafaverð:)

Ef ykkur vantar vinkonugjafir fyrir jólin þá ættuð þið að finna þær hér – og ef þið pantið sem fyrst þá ætti sendingin að berast ykkur fyrir jól.

EH

Hunkydory SS13

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Sigrún

    7. December 2012

    ég keypti mér einu sinni travel burstasett frá sigma og eeelska það! finnst þeir alveg jafn góðir og mac, chanel og make up store burstarnir mínir :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. December 2012

      Já ég þarf að fara að drífa í þessu – veit ekki afhverju þetta hefur tekið svona langan tíma hjá mér;)

  2. Alex

    7. December 2012

    Hæ hæ – ég á heilt pro burstasett frá Sigma og ég get engan veginn mælt með þeim – minni burstarnir eru allt í lagi – en stóru burstarnir, kabuki, kinnalita, highligther, púðurbursti osfrv eru hrikalegir – ég kvartaði meira að segja við fyrirtækið og fékk glænýtt sett og það var bara alveg eins :P mamma lenti í því sama – það fellur svo rosalega úr þeim – búin að eiga þá í meira en ár núna og það hefur ekkert breyst með notkun eða með því að þvo þá. Ég myndi persónulega safna mér frekar fyrir MAC, Armani eða Shue Uemura burstum :) kær kveðja til þín

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. December 2012

      úff, það er ömurlegt að heyra…. þá er það alla vega ákveðið að ég prófa að kaupa bara einn bursta áður en ég kaupi heilt sett;) Takk fyrir þetta!

      • Sigrún

        9. December 2012

        Ég hef bara lent í því með einn burstann minn frá þeim, stóri púður burstinn, hann fer svolítið úr hárum, en hann er sá eini :) kanski var ég bara heppin með sett :)

  3. Katrín

    7. December 2012

    Mig langar til að hrósa þér fyrir æðislegt blogg, er að elska öll þessi förðunar tips!

  4. Alex

    7. December 2012

    …best væri reyndar að safna fyrir Suqqu – en það er afskaplega dýrt! en þeir eru æði!

  5. Alex

    8. December 2012

    ekkert mál – myndi kaupa einn af stærri burstunum fyrst ef þú vilt prófa til að sjá gæðin – þeir eru t.d. ekki jafn þéttir og MAC burstarnir :)