Fyrsti dagurinn minn í London byrjaði sjúklega vel, ég arkaði á milli verslana og áorkaði það að kaupa helling af jólagjöfum og kaupa allt sem heitir Frozen hér á Oxford stræti. Fæturnir voru gjörsamlega dauðir og líkaminn líka en mér tókst auðvitað að sofa ekki einu sinni eina mínútu nóttina fyrir flugið – bæði flughræðsla og hræðslan við að sofa yfir sig og missa af fluginu.
Ég er stödd í London núna í þrjá daga og tilgangur ferðarinnar er að kynnast snyrtivörunýjung sem er væntanleg til Íslands. Sjúklega spennandi vara sem er frá ótrúlega flottri ungri konu sem er að gera það mjög gott í blogg heiminum hér í Bretlandi. Á morgun hitti ég hana bæði í viðtali og fer í launch hóf á Sanderson hótelinu í miðbæ London. Morgundaginn ætla ég þó að byrja á með því að fá mér ljúfengan breskan morgunmat á þessu dásamlega hóteli sem ég er á og fara svo í smá útsýnistúr um þessa skemmtilegu borg sem ég hef ekki heimsótt í 9 ár – mér líður líka eins og ég hafi aldrei komið hingað. Ég er eiginlega að pæla í að skella mér bara í svona útsýnis rútu – tveggja hæða og vera með myndavélina á lofti – sjáum hvort það plan mitt standist. Annars þarf ég að undirbúa mig fyrir viðtalið :)
Tvær myndir voru teknar í dag – ein af því sem mér finnst vera ekta London – rauðu strætóarnir!
… og ein af ferðadressi dagsins :)
Pels: AndreA Boutique – hversu trylltur er þessi, ég sá mig nú ekki alveg fyrir mér að fara í bleikan pels nokkur tíman en þegar ég mátaði þennan var ekki aftur snúið. Liturinn fær þó ekk að njóta sín nógu vel hér á myndinni en pelsinn er búinn að vekja mikla athygli í dag hér í London og ég er mikið spurð hvaðan hann er og ég var næstum búin að fá Michael Kors tösku útá hann – ég kunni þó ekki alveg við það… – en þetta var mjög fyndið augnablik engu að síður :) Eruð þið ekki örugglega búnar að taka þátt í afmælisleiknum fyrir búðina – þið gætuð eignast gullfallegan kimono – tékkið á þessari færslu HÉR.
Taska: VILA – ég á engar töskur, ég kaupi mér aldrei töskur og draumurinn er að eignast alvöru design tösku sem ég get gengið með framan á mér – ég fann meirað segja draumatöskuna í Selfridges í dag!!! En þegar ég uppgötvaði mér til mikillar mæðu að ég ætti enga svona fína handtösku til að vera með á röltinu hér í London – ég er þessi týpa sem er alltaf með troðfulla vasa, fannst það ekki nógu smekklegt – svo ég dreif mig og keypti þessa. Ég er nokkuð ánægð með hana, hún tekur mjög mikið af dóti.
Húfa: VILA þessi var gripin með í flýti í Smáralindinni í gær. Tinni Snær er búinn að gera vetrarhöfuðfat móður sinnar upptækt og því tími til að hún keypti sér nýja. Ljósgrái liturinn fannst mér tóna vel við fallega bleika pelsinn.
Pils: VILA – það sama og HÉR
London biður kærlega að heilsa ykkur öllum og undirrituð er að sjálfsögðu búin að finna skemmtilegar snyrtivörur sem hún hlakkar til að deila með ykkur – það er ekki amalegt að rölta hér á milli verslana og sjá öll þessi dásamlega fallegu merki og fullt af merkjum sem maður hefur aldrei séð áður.
EH
Skrifa Innlegg