Ég er eins og þið vitið mikil varalitamanneskja en ég fékk að prófa ótrúlega flott gloss úr haustlínu Chanel um daginn. Glossið er sérstaklega litsterkt eins og þið sjáið á myndinni og í fullkomnum lit fyrir mig.
Áður fyr var ég aldrei með neitt á vörunum ég setti varla á mig varasalva – helst bara hyljara… Ég þurfti að venja mig á það að nota varaliti. En núna langar mig dáldið að setta í glossin en til að byrja með bara svona áberandi og flott. Þessi litur finnst mér dáldið hátíðlegur og hann er kominn á lista yfir mögulegar vörur sem ég ætla að nota í förðunina mína fyrir 10 ára afmælisfögnuð auglýsingastofunnar sem ég vinn hjá sem er annað kvöld.
Chanel Controversy (72) Rouge Allure Extrait de Gloss
Liturinn er plómurauður – alveg fullkominn haustlitur finnst mér. Það sem mér finnst líka gott við þennan gloss er hvað hann er þéttur og hvað pigmentin dreifa vel úr sér. Liturinn fer ekki í línur sem mér finnst gerast hjá alltof mörgum glossum en það er ein af ástæðunum fyrir því að ég nota ekki mikið af glossum. Svo er ég hrifin af penslinum en hann er smá sveigður og keilulaga svo hann fylgir alveg lögun varanna. Þið sjáið hann betur hér fyrir neðan.Mér finnst Chanel vörurnar alltaf svo fágaðar og flottar í útliti.
EH
Skrifa Innlegg