Þar sem Reykjavík Makeup Journal er að ganga framar vonum á lokasprettinum þá hef ég ákveðið að spíta smá í lófana í bloggskrifum enda löngu kominn tími til – ekki satt ;)
En mig langar að halda aðeins áfram með umfjallanirnar mínar á lituðum möskurum. Mér finnst þeir ekkert passa síður fyrir haust en sumar og að nota áberandi maskara er ágætis leið til að lýsa upp skammdegið að mínu mati.
Maskarinn sem ég ætla að segja ykkur frá í þetta sinn er frá YSL og er án efa litsterkasti maskarinn sem ég hef prófað fyrir þessa umfjöllun mína – og eiginlega uppáhalds þar sem ég er mikið búin að nota hann uppá síðkastið.
Maskarann sjáið þið hér – Volume Effect Faux Cils í Extreme Blue
Hér sjáið þið maskarann sjálfan – burstinn er með mörgum hárum sem liggja mjög þétt saman svo það er nauðsynlegt að sikk sakka vel í gegnum augnhárin til að passa að formúlan nái að þekja öll augnhárin.
Munið að þegar þið eruð með maskara sem er í all öðrum lit en ykkar augnhár er mikilvægt að passa uppá að maskarinn fari yfir öll augnhárin frá rót og frammí enda. Ef ekki getur myndast litlaus lína í augnhárunum sem sést mjög vel – þetta á líka við ykkur sem eruð t.d. með ljós augnhár og eruð að setja á ykkur svartan maskara.
Formúla maskarans er mjög kremuð og hún inniheldur B5 vítamín og Aloe Vera sem nærir augnhárin vel, sveigja augnhárin og passa uppá að maskarinn endist eins á augnhárunum allan daginn. Mér finnst ekkert leiðinlegra en maskarar sem endast ekki eins á augnhárunum… það er svo pirrandi þegar augnhárin fara að síga þegar líður á daginn og það er eins og maskarinn minnki án þess þó að hann sé að hrynja niður.
Ólíkt mörgum öðrum lituðum möskurum sem ég er búin að sýna ykkur undanfarið þá fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni ofurblár maskari!
Hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg