fbpx

“Linda I love you”

Ilmir

Ég hef brennandi áhuga á snyrtivörum og öllu sem tengist þeim – sérstaklega sögunum á bakvið innblástur þeirra sem eiga það til að týnast svo oft.

Ég heyrði eina sögu í gær sem mig langaði svo að deila með ykkur – þegar ég heyrði þetta þá fékk ég gæsahúð og ég fann að það byrjuðu að myndast tár.
Stella McCartney er án efa þekktust fyrir að vera dóttir goðsagnarinnar Paul McCartneys. Einnig hefur hún skapað sér stórt nafn í tískuheiminum sem fatahönnuður auk þess sem hún er með ilmvatnslínu. Eins og er eru fáanlegir tveir ilmir – Lily og Stella – í sumar bættist svo við Stella sumarilmur.

Í gær heyrði ég söguna á bakvið nafnið Lily. Ilmurinn er nefndur í höfuðið á móður hennar Stellu, Lindu McCartney. Paul McCartney kallaði konuna sína alltaf Lily – það var stytting á Linda I Love You. Með ilmvatninu og nafninu verður ást Pauls á Lindu ódauðleg. 141Pmw120222PAUL AND LINDA McCARTNEYGullfallegt og svo sannarlega ástfangið fólk. Linda dó árið 1998 úr brjóstakrabbameini. Skv. Wikipedia voru síðustu orð Pauls til hennar –

„You’re up on your beautiful Appaloosa stallion. It’s a fine spring day. We’re riding through the woods. The bluebells are all out, and the sky is clear-blue“.

Ég er svo snortin af þessari fallegu sögu og ilmurinn mun alltaf minna mig á ástina.

EH

Íslenskar Snyrtivörur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1