Eitthvað sem allar konur ættu að vera með í sturtunni er góður skrúbbur. Hann er algjörlega nauðsynlegur til að halda áferð líkamans fallegri. Við þurfum að hjálpa líkamanum okkar að losa sig við t.d. dauðar húðfrumur. Sérstaklega þegar við erum með þurra húð, áferð húðarinnar verður aldrei jöfn nema með hjálp góðra skrúbba. Svo er auðvitað ómissandi að nota góðan skrúbb áður en þið berið á ykkur sjálfbrúnkukrem ;)
Ég fékk þessar vörur sendar frá Lavera fyrir svolitlu síðan, ég er búin að vera að nota þær núna í nokkrar vikur og ég er virkilega ánægð með þær. Lavera er komið í miklu meiri dreyfingu en það var og það er ekkert smá flott úrval t.d. í Hagkaup í Skeifunni. Ég hef áður prófað hárvörur frá merkinu og ég var sérstaklega hrifin af hárnæringunni – hárið varð svo svakalega mjúkt og áferðafallegt.
Það sem heillaði mig fyrst við vörurnar voru innihaldsefnin! Grænt kaffi, grænt te, vínber og rósmarín… og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þær ilma vel. En annað sem heillaði mig við innihaldsefnin var virkni þeirra, kaffi og grænt te eru auðvitað mjög frískandi efni sem mér finnast hjálpa húðinni minni að vakna – svo hef ég alltaf verið mjög skotin í rósmarín, ilmurinn er svo nærandi fyrir vitin.
Skrúbburinn er mjög grófur og það er gott að nota hann hann inniheldur nánast bara korn í einhvers konar gelkenndu kremi. Það dreifist fallega úr því yfir líkamann og það þarf lítið í hvert sinn. Ég persónulega skrúbba alltaf líkamann einu sinni í viku. Það fjarlægir dauðar húðfrumur, frískar uppá líkamann og mér finnst það örva blóðflæði svo áferð húðarinnar verður líka fallegri. Kremið er mjög mjúkt og fallegt, húðin verður sannarlega þéttari við notkun svo húðin verður svona stinn við snertingu ef þið skiljið. Mér finnst þó alveg nauðsynlegt að nota þessar vörur saman því maður fær jú alltaf bestu virknina þegar maður notar fleiri en eina vöru úr sömu vörulínu á sama tíma. Það ætti þó kannski að segja sér sjálft.
Að nota skrúbb á slitför eftir meðgöngu t.d. er líka mjög sniðugt, slitin eru nefninlega oft frekar þur og með því að skúbba þau vel örvið þið blóðblæðið og þannig flýtið þið fyrir því að þau lýsist upp – smá svona mömmutips í lokin, en ekki misskilja ég elska slitin mín en þetta getur mögulega hjálpað einhverjum :)
EH
Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg