fbpx

Lífrænar förðunarvörur sem segja sís

Ég Mæli MeðFallegtHúðLúkkMakeup ArtistNetverslanir

Nýlega opnaði hér á landi ný vefverslun sem leggur áherslu á að færa okkur Íslendingum góðar, lífrænar snyrtivörur. Ég hef nú þegar sagt ykkur frá lífræna svitalyktareyðinum sem ég er búin að vera að nota og mér líkar virkilega vel við hann.

En í netversluninni sem nefnist Freyjaboutique.is er líka að finna fallegt förðunarvörumerki sem á sér skemmtilegan uppruna. Ég er búin að vera að prófa vörurnar frá merkinu aðeins núna og mig langaði að sýna ykkur fallega náttúrulega förðun með vörum frá merkinu – svo geri ég aðeins meira til að sýna ykkur þegar hendin er orðin ennþá betri.

rmsförðun

RMS vörurnar eru hugarfóstur förðunarfræðingins Rose-Marie Swift, daman hefur unnið með mörgum af þekktustu tískutímaritum heims, stærstu tískuhúsunum og flottustu fyrirsætunum. Eftir að hafa unnið lengi í förðunarheiminum komst hún að því að mörg efnanna í vörunum sem hún var að vinna með voru ekki að fara vel með hana og úr varð að hún ákvað að hella sér útí snyrtivörubransann og búa til góðar lífrænar förðunarvörur sem hún hefur náð að koma ótrúlega vel á framfæri með hjálp fastakúnna eins og fyrirsætunnar Miranda Kerr.

Vörurnar hafa þrátt fyrir ungan aldur vakið mikla athygli og hlotið verðalun fyrir gæði um allan heim. Lífræni förðunarheimurinn er ört vaxandi núna og RMS vörunar og Rose-Marie eru meðal þeirra sem eru leiðandi í honum og þið ættuð að fylgjast með ;)

rmsförðun5

Ég gerði náttúrulega og létta förðun með vörunum til að sýna ykkur hvað þær geta gert….

rmsförðun9

Umbúðirnar eru sérstaklega fallegar og þær eru mjög drjúgar – það er sumsé mikið magn af vörum í umbúðunum. Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem eru í aðalhlutverki í förðuninni auk litlalauss púðurs og maskara. Mig langar að fara aðeins yfir vörurnar sem ég notaði, hvað mér finnst og svo finnið þið að sjálfsögðu link beint inná vörurnar í heitum þeirra hér fyrir neðan :)

Un Cover Up farði – Ég er með ljósasta litinn nr. 00. Ég hef alltof oft gert þau mistök að ég nota of mikið af farða fyrst þegar ég prófa þá, því maður er svona að átta sig á því hvernig maður á að nota hann. Farðinn hylur mjög vel og aðlagast ágætlega að húðinni, sumir farðar úr lífrænum efnum liggja dáldið lengi á yfirborði húðarinnar en þessi samlagast bara frekar hratt og ég kann vel að meta það. Ég er þó nokkuð mikið búin að vera að nota farðann og nokkrar ykkar hafa nú þegar sent mér fyrirspurn varðandi hann eftir að hafa tekið eftir fallegri áferð hans á húðinni minni á myndum – mér finnst það alltaf bestu meðmælin. Ég nota ekki hyljara með farðanum á myndunum hér fyrir ofan en einn af kostum hans er að hann er þéttur svo það er lítið mál að gefa meiri þekju þar sem við þurfum á því að halda. Nú er ég búin að nota hann nokkuð mikið og það sést varla á krukkunni. Þessi er einn sá besti lífræni farði sem ég hef prófað.

Un Powder laust púður – Í lýsingu um þetta púður segir að þetta sé eina púðrið sem maður þarf nokkurn tíman að eiga. Ég hef aldrei verið hrifin af því að nota púðurfarða, mér finnast fljótandi farðar eða krem farðar alltaf fallegri og þá til að fullkomna áferð og tryggja endingu nota ég létt púður yfir til að „festa“ farðann. Þetta púður er laust, það er dásamlega létt og rennur mjúkleg yfir húðina, það þarf örlítið magn af því og áferðin frá því er alveg fullkomin. Það mattar einhvern vegin farðann án þess samt að draga úr áferðinni frá farðanum svo þetta er alveg eins og ósýnilegt púður sem samt fullkomnar förðunina án þess að draga úr einkennum hennar. Þetta er ekta púður sem ég vil eiga í mínu förðunarkitti.

Buriti Bronzer – Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af því að nota kremkenndar förðunarvörur í skygginguna mína, sérstaklega þegar ég vil að hún sé í náttúrulegri kantinum. Ég elska að geta blandað skyggingunni saman við farðann svo húðin fái mjúka áferð og skyggingin sé ekki of skörp. Liturinn á bronzernum er mjög fallegur og hentar flestum litarhöftum.

Living Luminizer highlighter – Þessi dásamlegi highlighter er ábyggilega uppáhalds varan mín frá þessum merki. Ljóminn er hrikalega fallegur, náttúrulegur og birtan sem hann endurkastar frá sér er svo raunveruleg og flott.

Lip 2 Cheek í litnum Diabolique – Ég heillaðist samstundis af litnum á þessari vöru sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég elska að vera með áberandi berjaliti í kinnunum og þessi skemmtileg vara gefur það til kynna í gegnum nafnið sitt að hún er ætluð til tveggja verka og ég setti litinn bæði í kinnarnar og á varirnar. Liturinn er sérstaklega þéttur og flottur, hann er léttur og mér líður eins og ég sé ekki með neitt á vörunum þegar ég er með þennan. Liturinn er fágaður og fallegur og ekta ég!

Volumizing maskari – Maskarinn er bara mjög fínn fyrir það sem hann er. Hann ýkir náttúrulega mótun augnanna og gefur augnhárunum aðeins meira umfang en áður. Það er þægilegt að vinna með hann og setja hann á. Greiðan er þannig að maður kemst alveg uppað rót augnháranna svo það er lítið mál að lyfta þeim upp alveg frá rót og ýkja enn meira þegar formúlan hefur aðeins fengið að þorna.

rmsförðun7

Mér finnast vörurnar svo sannarlega endurspegla náttúrulega förðun, vörurnar eru virkilega þægilegar og einfaldar í notkun og þessar berjalituðu vörur eru fullkomnar núna fyrir vorið.

rmsförðun2

Ég er oft mjög skeptísk á lífrænar förðunarvörur en það eru tvö merki sem hafa komið mér á óvart og annað þeirra er RMS Beauty. Vörurnar blandast fallega saman og gefa virkilega flotta heild. Vörurnar eru einfaldar og umbúðirnar eru elegant og flottar.

Merkið er virkilega flott viðbót inní flóruna hér á Íslandi og fyrir ykkur sem viljið eingöngu lífrænar vörur eða viljið prófa ykkur áfram með þær þá er þetta merki sem þið þurfið endilega að skoða!

Eins og áður segir þá fáið þið RMS Beauty vörurnar á Freyjaboutique.is :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Petit.is opnar í Grímsbæ á morgun!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Helga Finns

    6. April 2015

    Bara små pæling (spyr af einskærri forvitni).. afhverju ertu oft skeptísk á lífrænar förðunarvörur? (en ég verð að segja að ég hef ekki prufað mikið af þeim sjálf en er mjög spennt fyrir þeim því þær eru ekki fullar af parabenum og aukaefnum og eru oft ekki prófaðar á dýrum).

    • Ástæðan er einföld af því ég hef í svo ofboðslega mörgum tilfellum orðið fyrir vonbrigðum með þær… Þegar maður hefur mest reynslu af því að lífrænar vörur endist illa, litirnir séu ekki eins og þeir eigi að vera, augnskuggar molni og þær jafnvel mygli þá verður maður skeptískur. En miðað við þau merki sem ég hef verið að prófa nýlega t.d. ILIA og þessar frá RMS svo mitt uppáhalds Josie Maran þá er greinilega eitthvað spennandi að gerast í þessum heimi og þróunin jákvæð :)

      • Helga Finns

        6. April 2015

        ok ég skil:) takk fyrir svarið <3