Jæja kæru dömur – nú leita ég til ykkar fyrir smá aðstoð. Ég í samstarfi við Sóley Organics vantar 6 dömur til að prófa nýju kremalínuna frá merkinu sem nefnist birta.
Húðvörulínan var kynnt fyrir nokkrum dögum síðan en þetta er lína af vörum sem er hugsuð til að draga úr einkennum öldrunar í húðinni. Vörulínan er stórglæsileg sem ætti ekki að koma neinum á óvart enda er merkið þekkt fyrir gæðavörur en líkamsskrúbburinn Mjúk frá merkinu er einn sá allra besti sem þið fáið að mínu mati.
birta er húðvörulína sem gefur húðinni ljóma, þéttir hana og dregur úr einkennum öldrunar í húðinni. Ég fékk líka vörur úr línunni til að prófa. Ég hef mjög gaman af því að prófa vörur fyrir hvaða aldur sem er til að fá smá tilfinningu fyrir áferð, ilm og hvernig varan fer inní húðina. Það er hins vegar enn sem komið er lítið að marka það hvort ég sjái mun eða ekki þar sem öldrunareinkenni eru ekki komin í ljós – því leita ég til ykkar sem eldri eru :)
Serumið er strax orðin uppáhalds varan mín af þessum þremur – já maður má stundum gera uppá milli! Það nærir húðina alveg ótrúlega vel, það ilmar dásamlega og það er svo þægilegt að bera það á húðina. Það er aðeins lengur að fara inní húðina en mörg önnur serum sem ég hef prófað en yfirborð húðarinnar verður silkimjúkt eftir það. Eins og á við um önnur serum þá þa þarf örlítið af seruminu til að ná yfir alla húðina.
Þessi húðnæring inniheldur olíur frá Norðlægum slóðum. Virku efnin eru meðal annarra hafþyrnir, birki og vallhumall. birta Lift & Glow húðnæring endurnærir húðina og viðheldur náttúrulegum ljóma og útgeislun.
-tekið af heimasíðu soleyorganics.is
Rakakremið er ótrúlega drjúgt, það þarf rosalega lítið magn af því til að það nái yfir allt andlitið. Það kom mér mikið á óvart sérstaklega þar sem ég setti sjálf alltof mikið af kremi á mig – ég er búin að læra af reynslunni:) Kremið er mjög mjúkt og það rennur léttilega yfir húðina sem dregur það vel inní sig svo húðin verður vel nærð og kremið situr ekki á yfirborði hennar.
birta er endurnýjandi “anti aging” krem úr 100% nátturulegum afurðum sem dregur úr sýnilegum öldrunareinkennum húðarinnar. Meðal innihaldsefna eru íslenskt birki og íslenskur vallhumall og sjávarplöntur sem hafa samskonar virkni og hýalúróniksýra sem fer minnkandi í húðinni með aldrinum. Þessi dásamlega blanda hjálpar húðinni að halda betur raka, gefur henni fyllingu og mýkt. birta Lift & Glow kremið hefur sannað virkni sína með því að draga úr sýnilegum línum, þétta húðina og gefa henni nátturulegan ljóma og útgeislun.
– tekið af heimasíðu soleyorganics.is
Loks er það svo augngelið sem er rosalega létt og þægilegt í notkun. Ég ber það á á eftir rakakreminu og það eins og kremið fer hratt inní húðina og gefur henni þægilega tilfinningu og mýkir alveg svakalega húðina í kringum augun.
birta Lift & Glow anti-aging augngel er úr 100% nátturulegum afurðum sem dregur úr sýnilegum línum á augnsvæðinu. Meðal innihaldsefna eru íslenskt birki, íslenskur vallhumall og sjávarplöntur sem hafa samskonar virkni og hýalúróniksýra sem fer minnkandi í húðinni með aldrinum. birta Lift & Glow augngelið hefur sannað virkni sína með því að draga úr sýnilegum línum og gefur augnsvæðinu ljóma og útgeislun.
– tekið af heimasíðu soleyorganics.is
Mín fyrstu kynni af þessum vörum eru einfaldlega dásamleg og ég vona að ykkur lítist vel á línuna. Eins og ég segi hér fyrir ofan vantar mig 6 konur sem hafa áhuga á að prófa línuna fyrir okkur. Einu skilyrðin eru að þið séuð yfir 35 ára, eða yngri og þá farnar að finna fyrir einkennum öldrunar, og að þið hafið áhuga á að taka þátt í þessu með okkur af fullum hug og eruð til í að deila ykkar upplifun af kremunum með okkur og smá skriflegum dómi.
Ef þið viljið prófa skrifið þá aldur ykkar og netfang sem athugasemd við þessa færslu – ef þið kunnið ekki vel við það megið þið líka senda mér tölvupóst með þessum upplýsingum á ernahrund(hjá)trendnet.is. Ég ætla mér svo að setja saman hóp af konum á mismunandi aldri sem ég sendi þá betri upplýsingar um vörurnar og svona nokkrar spurningar sem ég væri til í að fá hreinskilin svör við.
Eftir nokkrar vikur hlakka ég svo til að safna umsögnunum saman, fara yfir þær og setja saman færslu til að deila með ykkur hinum. mér finn rosalega gaman að fá tækifæri til að setja saman svona prufuhóp fyrir bloggið. Ég hef gert það einu sinni áður og það var mjög skemmtilegt og fróðlegt.
Hlakka til að heyra frá ykkur!
EH
Ég mæli með því að þið fylgist með – SÓLEY ORGANICS – á Facebook
Skrifa Innlegg