fbpx

Krem sem virkar & Mömmuleikfimi

HúðLífið MittShiseidoTinni & Tumi

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinni ykkar að ég eignaðist lítinn strák núna í lok síðasta árs. Hann dafnar svo vel og er fullkominn. Þegar ég var farin að venjast nýja hlutverkinu fyrir alvöru og komin smá rútína í lífið okkar þá ákvað ég að fara að gera eitthvað í sjálfri mér. Koma mér í gott form og segja slitförunum mínum og slöppu húðinni stríð á hendur. Í um það bil mánuð er ég búin að vera að bera nýtt krem frá Shiseido á valda staði á líkamanum. Kremið heitir Advanced Body Creator Super Slimming Reducer og gerir húðina silkimjúka, slétta og stinna. Svo hefur það líka grennandi áhrif á staðina sem ég ber það á;)

Ég finn ótrúlegan mun á húðinni minni og get sagt fyrir mitt leyti að kremið stóð við allt það sem það átti að gera. Með kreminu fylgdu leiðbeiningar um að það væri sniðugt að bera kremið á rass, læri, mjaðmir, maga, kálfa og upphandleggi. Ég ber það mest yfir magann og lærin – af því ég bætti mest á mig á þau svæði og hef nánast misst það allt núna svo húðin var ansi slöpp. Kremið ber ég á líkamann eftir að ég kem úr sturtu svo ég nota það á svona tveggja daga fresti og ég sá strax árangur eftir 2 vikur. En ef þið notið það oftar þá kemur árangurinn án efa fyr. Með kreminu fylgja leiðbeiningar um hvernig er best að nudda kremið á líkamann til að fá sem mesta virkni. Kremið er kælandi fyrir húðina og þið finnið svona þæginlegan kaldan hroll þegar kremið byrjar að virka. Svo er ótrúlega sérstök lykt af kreminu sem spilar inní virkni þess svo ég ber aldrei neitt annað á líkamann í alla vega 20 mínútur til að rugla ekki skilningarvitin. En það er lyktin sem spilar inní því að fá frumurnar í líkamanum til að brenna hraðar fitu og þannig hefur kremið líka grennandi áhrif.

Í dag byrjaði ég svo í mömmuleikfimi hjá Fullfrísk í Elliðárdalnum og mér líður svo vel. Mæli með þessu námskeiði ef þið eruð í sömu sporum og ég að koma ykkur í form eftir fæðingu. Ég var sjálf ekki í neinni almennilegri þjálfun fyrir meðgöngu eða á meðan henni stóð svo ég er að byrja alveg á núlli og bíð nú spennt eftir næsta tíma. Tinni var bara með mér og ég gat sinnt honum þegar hann þurfti á mér að halda. Annars sat hann bara og fylgdist með mömmu sinni svitna.

Ég finn það ótrúlega sterkt núna hvað mig langar að vera heilbrigð og hraust fyrir son minn. Svo ef þið eruð í sömu sporum og ég þá mæli ég með mömmuleikfimi og svo er kremið snilld fyrir þær ykkar sem langar að fá sléttari húð. Nú er húðin mín ekki lengur krumpuð og satt best að segja þá líður mér miklu betur með líkamann minn. Mér hefur ekki fundist ég neitt sérstaklega aðlaðandi eftir fæðinguna en nú er þetta allt að koma:)

EH

MJ Vænt Heimili

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    5. April 2013

    Áfram þú ! Áfram þú !
    .. og það ættu allir að eiga eitt stykki svona krem greinilega.
    Þið eruð fínust. :x

  2. Arna Hrönn

    5. April 2013

    æj hvað þið eruð sæt dúllurnar ykkar! Flott hjá þér elskan :)

  3. Antonía

    5. April 2013

    Hvar færðu svona krem og hvað kosta þau?

    • Shiseido vörurnar færðu t.d. í Hagkaupum og kremið er á verðbilinu 10.500-10.900:) Mér finnst það ótrúlega drjúgt – það endist vel og lengi og er vel þess virði!

  4. Hildur

    5. April 2013

    Hjálpaði kremið gegn slitförum? Fínt að eiga þannig krem :)

  5. Kristin

    5. April 2013

    Takk fyrir einlægan og skemmtilegan póst :) kv. Verðandi mamma

    • Takk fyrir að lesa hann – gangi þér ótrúlega vel! Að vera mamma er best í heimi – ef ég ætti að gefa þér eitt ráð þá væri það að njóta tímans sem mest með bumbubúanum þínum þegar hann/hún lætur sjá sig því tíminn er alltof fljótur að líða – það og settu snuð uppí barnið á fæðingardeildinni;)

  6. Katrín

    5. April 2013

    Þú æði og gaman að fá svona àbendingar :)
    En mà ég spurja hvar fæst kremið og manstu hvað það kostar sirka

  7. Auður

    5. April 2013

    Mér finnst innleggin þín svo skemmtileg og ég elka hvad þú ert öflug og dugleg í blogginu, þú ert lveg frábær! Ég er nýbúin ad eignast barn og slitnadi svolítid á maganum. Ég tók þad mjög nærri mér en hélt ad ekkert væri vid því ad gera. Hefur kremið virkilega virkað á þín slit?

    • Æjj takk fyrir það:) Innilega til hamingju með barneignina – kannast vel við þessi slit. Ég slitnaði yfir allan magann, mjaðmirnar, lærin og niður eftir kálfunum… Slitförin fengu eiginlega mest á mig mér fannst þau mest óaðlaðandi þó svo allir í kringum mig segi að ég eigi bara að vera stolt af þeim þá kemur það kannski bara seinna. Eftir að ég byrjaði að nota kremið sé ég mikinn mun á slitförunum – þau eru bæði búin að lýsast upp sem mér skilst að gerist hjá öllum – en þau hafa líka minnkað mikið og ég held að það spili inní að húðin verður stinnari þegar maður ber kremið á hana. Ég mæli alla vega með því að þú prófir ef þú ert að bilast á slitinu eins og ég:)

  8. Kristín P

    10. April 2013

    Frábært hjá þér elsku Erna <3

  9. Theodóra Mjöll

    10. April 2013

    Áfram þú elsku besta!
    Ég er einmitt að fara að byrja í Fullfrísk í næstu viku :) Við mútturnar verðum saman í þessu!

    Með stlit, þá var þetta minn helsti ótti alla meðgönguna. Ég bar á mig krem kvölds og morgna í þeirri veiku von um að ég myndi sleppa. Þegar drengurinn kom loks í heiminn var ég slitlaus og þakka guði og genum fyrir það á hverjum degi en svo fékk ég svakalegan stálma í brjóstin daginn eftir fæðingu og þau slitnuðu alveg rosalega, í raun alveg upp að bringu. Ég hef þurft að læra að elska þennan hluta af líkama mínum alveg upp á nýtt og ég held það það sé ekkert hollara fyrir okkur en að læra að elska okkur þrátt fyrir “galla” (þá bæði líkamlega og andlega) ef svo má kalla. En ég vil meina að slit sé hetjumerki. Líkt og hermenn sem koma heim með ör eftir harðan bardaga ;)

    • Pant fá smá skammt af þessu viðhorfi til slitfaranna minna sem fyrst! Mín eru alveg rosaleg alveg útum allt og einmitt í kringum öll brjóstin. Var ekki með nein fyrir svo öll mjólkin bara fokkaði þeim upp. En ég bar líka olíu og bodylotion eins og vitleysingur en það skipti engu máli það er ótrúlegt hvað þetta er misjafnt en það er svo sem fínt að vera ekki eins og allir hinir. Það er pottþétt enginn t.d. með eins slitför og ég ;)

  10. ELín

    6. August 2013

    Hvernig finnst þér þetta virka á appelsínuhúð? Nú er ég á síðustu metrum meðgöngunnar og finnst ég mjög slæm af appelsínuhúð á rassi og lærum :( Hefurðu einhver ráð?

    • Veistu mér finnst þetta krem frá Shiseido virka bara á allt :) En svo er líka gott að vera með góðan húðskrúbb – ég hef verið að nota mjúk frá Sóley sem er frábær. Hann fjarlægir dauðar húðfrumur og húðin verður silkimjúk. Þú getur lesið þér til um hann hér – http://www.soleyorganics.com/is/product/mjuk/

  11. Aðalbjörg

    10. September 2013

    Hörku skemmtileg og fróðleg lesning! Slit eru mér veikur punktur og það gefur von að það se til krem sem i það minnsta lætur manni líða vel í húðinni! :-) takk.