Ég dýrka þegar Smáralind heldur Konukvöldin sín í Smáralind. Síðustu fjögur ár hef ég verið að vinna á nánast hverju einasta kvöldi og ég hef alltaf skemmt mér konunglega. Mér datt í hug að setja saman smá færslu með dagskránni minni fyrir kvöldið, tilboðunum sem verða fyrir snyrtivörufíkla eins og mig og setja loks saman smá óskalista af vörum sem verða á góðu verði í dag og ég mæli með.
Fyrst að því hvar ég verð og hvað ég ætla nú að gera af mér þetta konukvöld. Ég verð fyrir framan Lyfju í Smáralind og mun þar kenna gestum og gangandi öll mín bestu leyndarmál – eða best of Leyndarmál Makeup Artistans. Sniðug ráð og tips um hvernig þið getið notað förðunarvörurnar ykkar, látið þær endast, farið vel með þær og auðvitað nokkur ráð um hvernig þið fullkomnið áferð húðarinnar. Ég verð með vörur frá L’Oreal og að sjálfsögðu Real Techniques. Auk þess mun ég í samstarfi við Ása Már stílista og Hermann á Modus Hárstofu í Smáralind sjá um að sýna heitustu trendin í stíliseringu, hári og förðun á nokkrum fyrirsæturm. Ási Már mun velja fatnað frá minni uppáhalds VILA og Oroblu til að setja saman flott dress.
Endilega kíkið á mig í smá ráðgjöf og nýtið ykkur frábær tilboð sem ég tel upp hér fyrir neðan…
Fyrst þá hef ég heyrt slúður um það að það verði Tax Free af snyrtivörum í Hagkaupum sem þýðir um 20% afsláttur af öllum snyrtivörum. Í Debenhams eru Megadagar sem hefjast í dag og enda á sunnudaginn og þar verður 20% afsláttur af öllum snyrtivörum – fram á sunnudag svo ef þið komist ekki í dag þá hafið þið smá tíma til að næla ykkur í nýjar vörur.
Það eru líka frábær tilboð inní Lyfju þar sem ég verð. 20% afsláttur af L’Oreal og Real Techniques förðunarburstunum og að sjálfsögðu fólk á staðnum til að hjálpa ykkur við að velja réttar vörur. Það verður held ég líka 20 % afsláttur af Maybelline en ég er þó ekki alveg viss en alla vega er þá afsláttur í Hagkaupum af þeim vörum – þar verða líka sérstök tilboð á Rocket maskaranum og Better Skin farðanum. En besta tilboðið er klárlega það að Miss Manga maskarinn er á 50% afslætti sem þýðir að þið getið nælt ykkur í nýjan maskara á frábæru verði eða tvo maskara á verði eins.
Í Debenhams verður líka 30% afsláttur af uppáhalds Yves Saint Laurent vörunum hennar Cöru Delevingne í tilefni af því að fyrirsætan var stödd hér á landi um daginn. Cara er andlit snyrtivörumerkisins og hennar uppáhalds vörur eru Touche Eclat (gullpenninn) og Babydoll maskarinn!
Inní Make Up Store verður kynning á Deluxe línunni sem er vorlína verslunarinnar sem ég sýndi einmitt HÉR. Í búðinni verður 20% afsláttur af vörum, kaupaukar og góð tilboð. Svo verður sýnikennsla með vörum úr Deluxe línunni um níu leitið inní versluninni.
Þetta er svona það helsta af tilboðunum sem ég veit af, ég kem með update ef ég heyri eitthvað nýtt. En mig langaði að setja saman smá óskalista frá mér sem inniheldur vörur sem ég myndi næla mér í á þessu skemmtilega kvöldi :)
Öll vorlínan frá Shiseido má koma heim með mér takk fyrir, ég er ástfangin af nýju hyljara ljómapennunum, fallegu kremaugnskuggarnir í þessum björtu litum og andlitspúðrin eru svo girnileg:)Ég hef ekki enn eignast marmaraaugnskuggana nýju frá Make Up Store en þeir hafa lengi verið á óskalistanum mínum og mögulega koma þeir heim með mér úr Smáralindinni í kvöld :)Nýju Color Show Crystallize naglalökkin frá Maybelline mæta í verslanir í Smáralind á morgun. Ef þið kannist við Liquid Sand frá OPI þá má segja að þetta séu sams konar lökk. Litirnir þrír sem eru hér fyrir ofan minna mig á Liquid Sand lökkin úr hátíðarlínu OPI frá síðasta ári en auk þeirra eru þrír aðrir litir. Nýji Better Skin farðinn frá Maybelline er æði! Hann er léttur og þæginlegur, það er auðvelt að vinna með hann, hann er ilmefnalaus og skilar húðinni fallegri til baka eins og nafnið gefur til kynna. Innan skamms fáið þið smá videoumfjöllun um farðann og hvað hann gerir. Hann verður á sérstöku tilboði í Hagkaup Smáralind í kvöld.Ég þarf nauðsynlega að eignast YSL vorpallettuna hún er æðisleg – þetta eru fullkomnir litir fyrir brúnu augun mín og ég mögulega splæsi í þessa annað kvöld :)Nýju Karl Lagerfeld ilmirnir ættu að vera á tékklistra allra tískuáhangenda. Þeir eru æðislegir í alla staði, mjög ferskir og nútímalegir. Fyrir helgi fékk ég smá kynningu á ilmunum og ég ætla að deila með ykkur öllu því helsta um þá á morgun. Sumarilmurinn minn í ár er nýji Dolce ilmurinn frá Dolce & Gabbana – þetta er sumar í flösku! Ég var að fá sýnishorn af honum í gær og ég er ástfangin, yndislegur blómailmur sem er fullkominn fyrir mig. Mér finnst tappinn alveg æðislegur en hann er innblásinn af marsipan blómi.Þrátt fyrir að það verði maskari frá L’Oreal á 50% afslætti þá er nýji So Couture maskarinn frá sama merki á mínum óskalista. Hreinlega þar sem þetta er uppáhalds maskarinn minn – loksins hef ég fundið maskara sem gerir allt sem ég vil að hann geri fyrir mín augnhár. Leitin að hinum fullkomna maskara fyrir mig hefur staðið yfir í 10 ár en hann er fundinn núna. Ég var að taka umm video fyrir þennan maskara í gær og ég hlakka til að sýna ykkur hann.Ef ykkur langar í Full Exposure pallettuna frá Smashbox þá er komið tækfæri til að eignast þessa gersemi á alveg fáránlegu verði. 14 augnskuggar á 20% afslætti – sirka 7000 kr, gjöf en ekki gjald!
Nýji maskarinn frá Estée Lauder er víst æðislegur. Ég er komin með mitt sýnishorn en ég hef ekki enn haft tækifæri til að prófa hann. En eins og þið sjáið þá er burstinn ansi sérkennilegur en hann bæði eykur umfang augnháranna og lengir þau.Nýju Sheer Tints frá OPI eru komnir í verslanir. Þetta eru örþunnir og frekar gegnsæjir litir sem er hægt að nota eina og sér eða yfir aðra liti til að breyta þeim. Þessi eru t.d. flott yfir hvíta eða ljósa liti til að búa til pastel lituð naglalökk!
Marc Jaobs sumarilmirnir eru must have fyrir árstíðina framundan. Eau so Fresh ilmurinn er minn uppáhalds af þessum tveim sem komu en þetta eru ekki bara ilmvötn heldur eru þetta líka fallegir skrautmunir fyrir heimilið, baðherbergið eða snyrtiborðið :)
Mig dauðlangar að prófa nýju CC vörurnar frá Bourjois – þetta er efst á óskalistanum mínum fyrir kvöldið, bæði kremið sjálft og hyljarinn.Pastel naglalökkin frá L’Oreal verða komin í Smáralind á morgun ég er komin með sýnishorn og ég er mjög hrifin af litunum sem eru mjög þéttir og fallegir. Þau gefa alveg heilan lit ég er einmitt með þetta fjólubláa á nöglunum í dag.Ég að mæla með Eight Hour næturkreminu frá Elizabeth Arden, ég er alveg á því að ég sofi betur á nóttunni þegar ég hef borið kremið á mig en það inniheldur Lavander ilm sem hefur róandi áhrif á hugann, meir HÉR.
Eye Brightener er uppáhalds varan mín frá New CID. Ég reyndar nota hana ekki í kringum augun, alla vega ekki svona fyrst og fremst. Ég nota hyljarann og eyelinerinn til að fullkomna varalitinn minn þegar ég er með áberandi lit á vörunum. Þá ramma ég þær inn og fullkomna mótun þeirra með þessari snilldarvöru:)Að lokum hvet ég ykkur til að kaupa snyrtivörur frá Bláa Lóninu – þær eru lausar við öll aukaefni svo þær henta öllum húðtýpum. Hreinsivörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og Mud maskinn líka. Æðislegar vörur en það besta við þær er í hversu miklu magni þær fást í. Umbúðirnar frá Bláa Lóninu eru almennt stærri en frá öðrum merkjum!
Svo svona smá p.s. – þetta er fullkomið tækifæri til að næla sér í nýju Real Techniques burstana á fáránlegu verði! Ég mæli sérstaklega með Miracle Complexion Sponge sem verður á fáránlegu verði með afslættinum ;)
Þetta eru svona nokkrar hugmyndir frá mér og ég vona að ég sjái sem flesta í Smáralindinni í kvöld – ég verð fyrir framan Lyfju!
EH
Skrifa Innlegg