Konukot

Lífið Mitt

Ég tók ekki bara til í fataskápnum í gær heldur hóf ég líka tiltekt í snyrtivöruhillunum. Ég kom helling af vörum bæði nýjum og örlítið notuðum fyrir í fínum kassa og hugðist skipta vörunum á milli Kvennaathvarfsins og Konukots. Ég var búin að ákveða að gera þetta þegar Karen Lind vakti athygli á þessu fyrr í vetur. Ég byrjaði á því að hafa samband við Kvennaathvarfið en þá var mér tilkynnt að það væri til nóg af snyrtivörum hjá þeim þar sem þær voru nýbúnar að fá veglega sendingu. Mér fannst frábært að heyra það og gaman að Íslendingar séu að hugsa vel um sína. Ferðin lá því í Konukot þar sem mér var tekið fagnandi og mér tjáð að vörurnar myndu koma að góðum notum fyrir heimilislausu konurnar sem fá að gista þar. En einnig reyna konurnar sem vinna þar að gefa þeim smá jólapakka og þá munu vörurnar nýtast vel.

20131216-185404.jpg
Það var ótrúlega góð tilfinning að geta glatt aðra. Þetta mun ég án efa gera oftar:)

Konukot er staðsett í Eskihlíðinni og það er sniðugt að hringja á undan sér til athuga hvort það hitti vel á að koma með gjafir til þeirra ef þið hafið áhuga á því.

Þetta er fullkominn tími til að gefa smá af sér og gleðja aðra – ég mæli með því.

EH

Hátíðarneglur #6 - öðruvísi neglur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1