fbpx

Konudagsförðunin

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Framundan er einn af mínum uppáhaldsdögum – mér finnst alveg sérstaklega gaman halda uppá konudaginn og svo auðvitað líka bóndadaginn. Ég er meira fyrir þessa íslensku daga en t.d. Valentínusardaginn þó ég sjái svo sem enga ástæðu til að neita einhverjum að fagna ástinni. Fyrir stuttu síðan fékk ég fallega gjöf frá Make Up Store, ég hugsaði fyrst að það yrði tilvalið efni til að deila með ykkur í aðdraganda Valentínusardagsins en svo ákvað ég frekar að geyma færsluna til konudagsins því það er dagurinn minn og okkar kvenna :)

Það hefur nú sjaldan verið jafn merkilegt að vera kona á Íslandi í dag eða það finnst mér alla vega ég t.d. get ekki beðið eftir að fá að fagna 100 ára kosningarétti okkar hátíðlega með kynsystrum mínum á árinu og þess vegna er líka tilefni til að halda sérstaklega vel uppá konudaginn í ár – finnst ykkur ekki.

Vörurnar sem ég fékk eru úr febrúar línu Make Up Store sem heitir Passionate og einkennist af virkilega fallegum litum. Í línunni fáum við líka að sjá nýju augnskuggaumbúðirnar hjá merkinu sem eru nú kassalaga og flatar – virkilega flottar. Í þessari línu komu umbúðirnar rauðar, það er voðalega rómó eitthvað en annars verða þær svartar.

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með þremur augnskuggum og fallegum glossi.

konudagsförðun2 konudagsförðun

Ég ákvað að hafa förðunina bara frekar einfalda, ég rammaði augnlokin inn með brúna litnum og setti svo þann ljósa yfir miðjuna og notaði svo svarta litinn til að gera mjúkan eyeliner í kringum augun sem ég blandaði inní augnförðunina.

konudagsförðun8

Hér sjáið þið vörunar fjórar sem ég notaði betur, mér finnst nýju umbúðirnar svakalega flottar, það er alltaf svo mikið magn í augnskuggunum frá merkinu sem gerir þær miklu verðugri. Mér finnst líka áferðin í púðrinu svakalega flott og poppar aðeins uppá vörurnar.

Litirnir heita – Kakaw, Muffin og pollution, þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með sterkum lit en gefa mjúka áferð, það er leikur einn að vinna með þá og þeir blandast mjög fallega saman. Glossinn heitir Amaranth og er með fallegum bleiktóna lit og glimmerögnum, hann er eflaust virkilega flottur yfir rauða varaliti.

Hér sjáið þið förðunina aðeins betur svona up close…

konudagsförðun7

Ég var mjög ánægð með þessa förðun, ég er svo hrifin af því að nota aungskugga sem eyeliner til að mýkja umgjörð augnanna og gefa þeim seyðandi áferð.

konudagsförðun3

Falleg förðun sem er tilvalin sem konudagsförðun. Litirnir eru allir brúntóna svo þeir fara öllum augnlitum og því ættu karlarnir heldur ekki í erfiðleikum með að velja liti fyrir ykkur svo ef ykkur líst á þessa þá sendið þið þá bara í Make Up Store. Það borgar sig líka alveg því ég var að lesa á Facebook hjá þeim að það er 20% afsláttur af öllum vörum um helgina – fullkomin afsökun til að splæsa á sig fallegum augnskuggum, glossi eða varalit!

Eigið daginn góðan – hér er planað að fara í bæjarferð í nýjasta uppáhalds faratækinu hans Tinna Snæs sem er strætó og svo liggur leið okkar á frumsýningu á nýrri barnasýningu í Gaflaraleikhúsinu í Hafnafirði þar er það einn uppáhalds frændi og ofurtvíeykið Gunni og Felix sem fara með aðalhlutverk og ég er spennt að sjá hvernig Tinna Snæ líst á þessa skemmtilegu karla.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Tilvalin konudagsgjöf!

Skrifa Innlegg