fbpx

Klassískur!

Ég Mæli MeðFallegtmakeupMaybellineTrendVarir

Það er einn varalitur sem ég á alltaf til – ég hef samtals klárað sex stykki síðan ég kynntist varalitnum fyrst fyrir næstum fjórum árum síðan. Þetta er fyrsti alvöru fjólublái varaliturinn sem ég eignaðist en þarna voru dökkir litir alls ekki í tísku – varalitir yfir höfuð voru bara ekki í tísku. Í gegnum tíðina hef ég komið fjölda mörgum vinkonum uppá það að nota litinn og ég vona að með þessari færslu stækki aðdáendahópur þessa litar og þannig pössum við uppá að varan hætti alls ekki!

Þetta er varaliturinn Midnight Plum nr. 338 frá Maybelline.

SONY DSCEf þið skoðið litinn sjálfan sem er hér fyrir neðan þá er þetta plómulitur sem er kannski örlítið meira útí fjólublátt en rautt. Hann inniheldur örfínar glimmeragnir sem sjást ekki samt þegar liturnn er kominn á varirnar. Heldur endurkasta þær birtu í kringum varirnar af þeim svo þær virðast mun stærri og ferskari.

Formúla litarins inniheldur hunangsnektar sem næra varirnar og gefa þeim raka allan þann tíma sem hann er á vörunum. Á myndinni fyrir ofan er ég ekki með neinn varablýant bara litinn sjálfan svo þið sjáið að hann er með mjög sterkum pigmentum – sérstaklega sterkum miðað við að hann kostar ekki mikla peninga.

e7277162074aaad4adb62c00fef01c6bEf ég fengi að ráða einhverju þá myndi ég vilja að allar konur væru með þennan lit í snyrtibuddunni og væru óhræddar við að nota hann. Verið duglegar að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að förðun – það er svo mikið af frábærum vörum þarna úti sem bíða bara eftir því að þið uppgötvið þær.

Þetta er minn ómissandi varalitur – þegar ég fæ valkvíða á leiðinni út eitthvað fínt og get ekki valið mér varalit þá gríp ég í þennan.

Hver er ykkar ómissandi varalitur – mér þætti ótrúlega gaman að heyra það frá ykkur. Mögulega er það litur sem ég hef ekki enn uppgötvað – svo SPILL!

EH

Uppáhalds hlutirnir mínir í S&H

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Helga

    17. January 2014

    Vá hvað ég er sammála – Þessi er æði! :-)
    Rebel frá MAC er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.

  2. Halldóra

    17. January 2014

    Rebel frá MAC… hann er voða svipaður þessum sýnist mér.

  3. Kolfinna

    17. January 2014

    uppáhalds varaliturinn minn er mac úr satin línunni og heitir Del Rio. Dökkur rauðbrúnn varalitur sem fer við nánast allt!

  4. Eva Ýr

    17. January 2014

    Minn go to varalitur er Morange á björtum sumar nætrum og russian red á köldrum vetra dögum.
    Báðir frá Mac :)

  5. Ragnhildur Hólm

    17. January 2014

    Hahah ég verð að segja Rebel frá Mac eins og fleiri hérna en svo ellllska ég líka Ruby Woo – líka frá Mac :)

  6. Herdís

    17. January 2014

    Ég keypti mér fjólubláan lit frá Gosh fyrir jólin, hann heitir Amethyst, nr. 131. Hann er sko uppáhalds og ég hef ekki notað neinn annan síðan :) Það sem ég elska mest við Gosh varalitina er að það er pínulítið vannillubragð af þeim, ekki þetta ógeðslega vonda, týpíska varalitabragð :) Og fjólublár fer mér líka bara langbest, hef prófað flesta liti en þar sem ég er mjög föl og rauðhærð þá er erfitt að finna liti sem henta vel.

  7. Úlfhildur

    17. January 2014

    Diva frá MAC

  8. Katrín Lena

    17. January 2014

    Ég á þrjá uppáhalds varaliti sem eru allir frá NYX. Sá sem ég nota mest er mattur og heitir Euro Trash, rosalega náttúrulegur og hversdagslegur. Hinir tveir eru Medusa og Castle, Medusa er dökk fjólublár/vínrauður og Castle er ljósfjólublár

  9. Hafdís

    18. January 2014

    Ótrúlega fallegur litur. En hvernig heldur þú að hann fari ljóshærðum, bláeygðum konum? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. January 2014

      Ég myndi hiklaust slá til! Prófaðu hann á handabakinu útí búð og prófaðu að bera hann upp við andlitið ;) Auðvitað eru til hellingur af reglum um hvaða litur fer hverjum – eins og ég skrifaði um um daginn en ég er þó þeirrar skoðunar að ef manni sjálfum finnst litir fara sér vel þá fara þeir manni vel ;)

  10. Margrét

    18. January 2014

    Rebel og Girl About Town frá MAC. Báðir litsterkir og haldast vel á gegnum kvöldið.

  11. Sóley

    18. January 2014

    Hang-Up og Media, báðir frá MAC :)

  12. Erna Valtýs

    18. January 2014

    Ertu með einhvern blýant undir? Ég á þennan frá maybelline og ég fýla hann ekki en finnst hann flottur á þér, eins og hann sé mattur.

    • Erna Valtýs

      18. January 2014

      Æj fyrirgefðu, sé það núna að þú ert ekki með neinn :)

      • Reykjavík Fashion Journal

        18. January 2014

        Nei – en með þessum gætirðu notað bara t.d. ljósbrúnan – ég á einn þannig einmitt frá Maybelline. Annars geturðu byggt upp magn og þéttleika á litinn með því að strjúka smá litlausu púðri yfir varirnar á milli umferða. Ég gerði það oft með svona liti til að dekkja þá – set oftast þá tvær umferðir :)

  13. Guðrún

    18. January 2014

    Black Honey frá Clinique