fbpx

Kíkt í snyrtibudduna: Heiðdís Lóa

Makeup ArtistMakeup Tips

Nú er komið að uppáhalds liðnum mínum á síðunni minni. Þegar ég fæ að leika spæjara og kíkja í snyrtibuddur yndislegra kvenna og fræðast um þeirra förðunartakta.

Heiðdís Lóa er ótrúlega hæfileikarík stelpa sem er eins og ég förðunarfræðingur. Nafnið hennar ættuð þið að kannast við því hún heldur úti ótrúlega skemmtilegu og fallegu bloggi undir sínu eigin nafni. Bloggið hennar Heiðdísar er eitt þeirra sem ég kíki reglulega á og sérstaklega til að skoða myndirnar hennar. Hún er ótrúlega hæfileikaríkur ljósmyndari og deilir mjög fallegum förðunarmyndum sem hún tekur sjálf á síðunni sinni.

302140_10151280935832952_1207940971_n

Geturðu líst þinni daglegu förðunarrútínu?

Já! Dags daglega mála ég mig ekki mikið. Ég set alltaf á mig CC krem, hyljara undir augun, smá highlight á kinnbeinin, brúnan kinnalit í skyggingu og maskara og svo stundum set ég varalit eða litaðan varasalva.

Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur?

Já og nei, mér finnst mjög gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega þegar ég finn eitthvað nýtt sem mér líkar en svo er ég líka mjög vanaföst í þeim vörum sem mér líkar mjög vel við.

download (1)

Förðun og mynd eftir Heiðdísi Lóu

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og afhverju?

Ég held ég verði að segja Telescopic frá L’Oreal. Mér finnst hann lengja augnhárin mjög fallega og klessa þau ekki saman. Mér finnst hann bestur eftir að búið er að nota hann í örfá skipti.

Hvaða húðvörur notarðu?

Núna undanfarið hef ég verið að nota kókosolíu til að taka málinguna af og eplaedik blandað í vatn sem tóner. Ég nota einstaka sinnum kornakrem og þá nota ég kornakrem frá Gatineau, maskinn frá þeim er líka mjög góður en ég nota hann c.i. 1x í mánuði, hann heitir Clear and Perfect. Ég er með frekar þurra húð svo að ég er dugleg að bera á mig rakakrem en ég nota oftast gula kremið frá Clinique (dramitically different mosturizing lotion) og svo er Strobe Cream frá M.A.C. sparikremið mitt en mér finnst það gefa húðinni extra ljóma og fallega áferð.

Áttu eitthvað gott förðunartips sem þig langar að deila með okkur?

Já! Ég set oft smá maskara á handarbakið og svo nota ég lítinn bursta til þess að setja hann alveg upp við augnhárin ofan á þau því maskarinn nær því aldrei alveg 100%.Einnig er hægt að blanda ýmsu út í meik til þess að fá húðina til þess að fá ljómandi áferð eins og lustre drops frá M.A.C sem ég er nýbúin að uppgötva eða Wonder Powder frá make up store, einnig má blanda því út í rakakrem eða dagkrem, algjör snilld finnst mér og gerir ótrúlega mikið!

Hvernig popparðu upp á förðunina þína þegar þú ert að fara fínt út?

Með augnhárum og varalit!

1 2

 Heiðdís Lóa mælir með þessum vörum í nýlegri færslu á síðunni sinni – Red Cherry augnhár og varalitur frá MAC

Hvar verslarðu helst snyrtivörur?

Það er mjög misjafnt en flestar snyrtivörurnar mínar eru frá M.A.C. og Make Up Store.

Hvað þarf til þess að þú prófar nýjar snyrtivörur?

Ég les mjög mikið að umfjöllunum um vörur á netinu, mig langar að prófa vörur sem fá góða dóma, og svo finnst mér líka mikilvægt að sjá vörurnar á einhverjum.

download (2)

Girnilegar matarmyndir eru fastur liður á síðunni hennar Heiðdísar

Er eitthvað snyrtivörumerki sem er meira í uppáhaldi en önnur?

Nei ekki beint, ég á mér frekar uppáhaldsvörur frá hinum ýmsu merkjum og svo er ég alltaf að uppgötva ný og ný merki sem mér líkar vel við.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

Mér finnst nauðsynlegt að húðin fái að njóta sín á sumrin með léttum farða sem gefur ljóma og fallegum high-lighter á kinnbeinin sem gefur húðinni extra-glow! Að auki finnst mér bleiktóna og appelsínutóna varalitir must á sumrin!

download (4)

Förðun og mynd eftir Heiðdísi – elska þennan varalit!

Notarðu förðunarbursta – ef svo er áttu einhverja uppáhalds?

Já ég á nokkra sem eru í miklu uppáhaldi en það eru: Expert Face Brush frá Real Techniques – hann nota ég fyrir CC krem, meik og stundum hyljara, bursti nr #217 frá M.A.C. finnst mér fullkominn til að blanda augnskugga, bursti #209 frá M.A.C. finnst mér þægilegur í eyeliner og svo held ég mikið uppá e.l.f. blush brush og flawless concealer brush í kinnalit og hyljara og high-light og að lokum er bursti nr 377 góður púður bursti og passar fullkomlega fyrir Wonder Powder-ið mitt frá Make Up Store.

Takk kærlega fyrir að leyfa mér og lesendunum að kíkja í snyrtibudduna hjá þér kæra Heiðdís Lóa! Ég hvet ykkur til að kíkja á síðuna hennar heidisloa.com til að kynnast þessari flottu stelpu betur og stela smá af innblæstri frá síðunni hennar fyrir ykkar farðanir – ég veit að ég hef gert það nokkrum sinnum :)

EH

Möndludásemd

Skrifa Innlegg