fbpx

Kíkt í snyrtibudduna: Alexandra Helga

FylgihlutirÍSLENSK HÖNNUNMakeup ArtistMakeup Tips

Ég er svo forvitin að eðlisfari og mér finnst fátt skemmtilegra en að fá að hnýsast í snyrtibuddur annarra og virða fyrir mér hvað þær innihalda. Mögulega rekst ég á vörur sem ég hef ekki heyrt um áður og svo finnst mér alltaf gaman að heyra hvernig fólk notar förðunar- og snyrtivörur.

Ég fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir hana Alexöndru Helgu sem er búsett í Englandi þar sem hún er að læra skartgripahönnun í Jewellery Manufacture í Holts Academy. Alexandra er ein af fallegust konum landsins og því var ekki leiðinlegt að fá að heyra dáldið um hennar fegurðarvenjur. Hún er líka ótrúlega hæfileikarík en hún hefur verið að hanna falleg armbönd samhliða náminu sínu – meira um þau hér aðeins neðar…

10363776_10151957827045834_679738095_n

Geturðu lýst þinni daglegu förðunarrútínu?

Dagsdaglega fíla ég vanalega ekki að vera mikið máluð, sérstaklega á húðinni. Ég nota hyljara frá CEE ef ég er með bólur eða á rauð svæði. Touche Eclat nr 2 frá YSL undir augun til að birta örlítið yfir augnsvæðinu, svo set ég á mig Hypnose maskarann frá Lancome og stundum svartann blýant sem ég “smudgea” niður í augnháralínuna. Svo set ég oftast smáveigis bleikan eða peach kinnalit sem frískar mann verulega við í kinnarnar. Uppáhalds kinnalitirnir mínir eru Rouge Powder 03 frá Dr.Hauschka og Coral Lace frá Make Up store.

Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur?

Já mér þykir það mjög gaman og það er oftast mjög auðvelt að selja mér nýtt og spennandi makeup.

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og af hverju?

Hypnose frá Lancome er minn allra uppáhalds maskari og ég hef notað hann í 10 ár. Ég hef nokkrum sinnum verið plötuð í að kaupa og prófa aðra gerð í gegnum tíðina en þeir hafa í öll skipti endað í ruslinu eftir 2-3 skipti þar sem Hypnose er langt um betri. Hann hentar mínum augnhárum mjög vel þar sem þau eru löng og hann klessir lítið. Mér finnst best að nota mjóan plokkara og greiða á milli augnháranna þegar ég set á mig maskara svo þau verði jafnari og minna klesst.

096018043221_BROWN_HYPNOSE

Hvaða húðvörur notarðu?

Ég hef verið að nota aloe vera vörur frá Sonya sem mér þykir mjög góðar. Þegar ég er í sól passa ég vel uppá að vera með góða sólarvörn þar sem ég er með viðkvæma húð og nota aldrei vörn undir 30 SPF. Í augnablikinu er ég að nota vörur frá Ultrasun Professional Protection sem eru bæði með vörn fyrir UBV og UVA geislum. Andlitsvörnin þeirra fyrir viðkvæma húð er einstaklega góð og heldur manni bólu- og útbrotalausum í fríinu.

Áttu eitthvað gott förðunartips sem þig langar að deila með okkur?

Besta förðunartips sem ég hef nokkutíma fengið var þegar ég var 18 ára og Elín Reynis sminka bað mig að hætta að lita á mér augabrúnirnar. Ég er mjög þakklát fyrir að hún hafi náð til mín þar sem það var normið að allar stelpurnar lituðu brúnirnar mjög dökkt hvort sem þær voru dökkhærðar eða ljóshærðar. Svo mitt tips fyrir ljóshærðar stelpur er að hætta lita þær og fylla frekar upp í eyður og skerpa þær með mildum blýant og greiðu. Góðar augabrúnir skipta svo ótrúlega miklu. Einnig finnst mér mikilvægast að vera með réttan lit af meiki sem passar þínum húðtón. Í þau skipti sem ég nota blautt meik nota ég Photofinish Primer frá Smashbox undir meik á eftir góðu rakakremi sem gefur fallega áferð.

Hvernig popparðu uppá förðunina þína þegar þú ert að fara fínt út?

Ég mála mig mun meira þegar ég fer eitthvað fínt og þykir helst gaman að leika mér með augnsvæðið. Ég er ekki mikil varalitamanneskja þó ég eigi það til að setja upp dökkan varalit. Ég hugsa að í flestum tilvikum endi ég með dökkt smokey og ljósan tón á vörunum. Ég á mér engann sérstakan uppáhalds augnskugga en ég kaupi þá flesta í MAC. Þá set ég líka oft blautan liner og nota svarta pot linerinn frá Bobbi Brown. Ég notast vanalega ekki við blautt meik nema spari og blanda þá oftast saman lit frá Makeup Forever HD og öðrum frá Chanel. Annar er dekkri en hinn og notast ég við þá allt árið en blanda þeim saman til þess að fá réttan lit á húðina eftir árstíð.

10405778_10151957827390834_1214608920_n

Hvar verslarðu helst snyrtivörur?

Þegar ég er á Íslandi þá fylli ég reglulega á hyljara frá CEE og sólarpúður og svarta línu frá Sothys. Annars fer það bara eftir hvaða vöru mig vantar og hvar ég er stödd hverju sinni. Maskara kaupi ég nánast alltaf 3 saman í pakka á flugvöllum þegar ég ferðast. Finnst mjög gott að eiga alltaf auka eintak heima ef ég þarf nýjann.

Hvað þarf til þess að þú prófar nýjar snyrtivörur?

Ég kynntist mikið af nýjum vörum þegar ég lærði makeup Í London 2012 hjá AOFM og hef í raun verið opnari fyrir því að prófa hin ýmsu merki og vörur síðan. Ef ég heyri af góðum vörum er ég dugleg að prófa þær sjálf og enda svo með að nota það sem mér þykir best hverju sinni.

Er eitthvað snyrtivörumerki sem er í meira uppáhaldi heldur en önnur?

Ég á mér í raun ekki neitt uppáhalds merki. Er frekar með ákveðna vörur í hverju merki sem ég held uppá sem ég nota í bland við annað. En þegar kemur að varalitum heftur MAC vinninginn.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

Fallegan ferskjulitaðan kinnalit, Porcelaine 204 himinbláa naglalakkið frá Dior og góða sólarvörn.

DiorPorcelaineSwatchesReview

Notarðu förðunarbursta – ef svo er áttu einhverja uppáhalds?

Já, flestir þeirra eru frá MAC en ég á líka nokkra sem mér þykja góðir frá Makeup store, Real Techniques, Smashbox, Dior og fleiri merkjum. Ég á mér uppáhaldsbursta sem henta hverju verkefni fyrir sig. Angled brush frá Smashbox finnst mér algjör snilld þegar kemur að blautum eyliner.

Mér finnst svo skemmtilegt að lesa í gegnum þetta og fá góð tips frá öðru fólki. Mér finnst t.d. ráðið sem Elín Reynis gaf Alexöndru Helgu sem hún deilir hér með okkur algjör snilld og ég er þeim svo hjartanlega sammála. Ég hvet ykkur til að tileinka ykkur það sérstaklega þar sem það eru til svo margar góðar vörur núna til að móta augabrúnir. Svo þarf ég núna að fara að endurnýja kynni mín við Sothys hreinsivörurnar. Mér fannst mjög gaman að reka augun í það vörumerki þar sem afi minn heitinn átti heildsöluna sem var með merkið fyrir mörgum árum síðan og ég fæ svona nostalgíu tilfinningu þegar ég sé þær og sérstaklega þegar ég finn ilminn af þeim!

Ég verð nú líka að segja að ég elska hvað hún nefnir vörur frá ólíkum merkjum það er ekki bara eitt merki sem er í aðalhlutverki:)

10388331_10151957827685834_1587576592_n

Eins og ég skrifa hér fyrir ofan þá er Alexandra Helga að læra skartgripahönnun og armböndin sem hún hefur verið að gera meðfram náminu hafa vakið verðskuldaða athygli meðal íslenskra kvenna og auðvitað okkar hér á Trendnet.

10409802_10151957827890834_2121690427_n

Um leið og ég sá þessa mynd af armböndunum hennar Alexöndru Helgu þá vissi ég að ég yrði að eignast eitt svona svo að sjálfsögðu pantaði ég það og það kom til mín í mars. Þetta er einn fallegasti skartgripur sem ég hef átt og passar við allt. Mér finnst þau passa sérstaklega vel við úr eins og Elísabet sýndi í færslu sem hún skrifaði um armböndin sín frá Alexöndru Helgu HÉR.

AHarmband

Hér fyrir ofan sjáið þið armbandið mitt sem kom til mín í svona krúttlegum poka sem ég geymi það í. Mig langar endilega í fleiri svona, finnst það koma mjög vel út að vera með fleiri en eitt.

Fyrir áhugasamar þá fást armböndin í versluninni Level HÉR og í gegnum Alexöndru Helgu sjálfa HÉR.

Takk Alexandra Helga fyrir að leyfa mér og lesendum að kíkja í snyrtibudduna þína:*** Að lokum hvet ég lesendur til að fylgjast með blogginu hennar Alexöndru Helgu sem þið finnið HÉR – fallegar myndir og girnilegar uppskriftir!

EH

Hvað er til?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. Inga Rós

    21. May 2014

    Svoooo sammála þessu ráði frá Elínu Reynis, er alltaf að segja þetta við ljóshærðar og rauðhærðar vinkonur mínar en það er lítið hlustað á mig :D

  2. Anna

    21. May 2014

    Hvar er hægt að fá þessa sólarvörn? Frá Ultrasun Professional Protection.

  3. Alda

    21. May 2014

    Veistu hvaða vöru hún notar á augabrúnirnar? :)

  4. kolbrùn lilja arnarsdottir

    21. May 2014

    Omg hvad hun er falleg, veistu nokkud hvada fjolubláa varalit hun ert međ?

  5. Hjördís Ásta

    21. May 2014

    Með betri förðunartipsum sem til eru!

  6. Matthildur

    21. May 2014

    Mig langar líka að vita hvar sé hægt að nálgast sólarvörnina sem hún minnist á. Ég er sjálf með viðkvæma húð og virðist fá bólur í andlitið af flestum vörnum sem ég hef notað hingað til. Yrði himinlifandi að losna við þau leiðindi :)

  7. Alexandra Helga

    21. May 2014

    http://ultrasun.ch/products.php?lang=en&id=face

    Hér er andlitsvörnin sem ég talaði um. Sýnist á heimasíðunni hjá þeim að þeir sendi um allan heim. Líkamsvarnirnar eru líka góðar og eru til bæði í sprey -og kremformi.

    Á augabrúnirnar er ég að nota EB01 blýantinn frá Kanebo.

    Dökki varaliturinn er Matte Diva frá MAC

    :) xx

  8. Hulda Rós

    24. May 2014

    Sæl – hvar fást CEE vörurnar núna? Hef ekki fundið þær lengi.

    • Voru þær ekki alltaf til í Hagkaupum ekkert svo langt síðan mér finnst ég hafa séð þær í hagkaup Smáralind:)