Áfram heldur makeup stússið hjá mér fyrir jólin – ég vona að þið séuð ekki búnar að fá nóg því ég er ekki nærri því búin að fjalla um allt sem mig langar að fjalla um þó svo að það verði nú kannski aðeins meira fjör þegar sýnikennslurnar fara að birtast – sú fyrsta fer í loftið á morgun:)
En jólalínan frá L’Oreal er efni þessarar færslu. Þetta er í fyrsta sinn sem svona “one shot” lína frá merkinu kemur í sölu hér og þessi einkennist af demöntum. Línan inniheldur maskara, eyeliner, 4 naglalökk og 3 týpur af naglalímmiðum.
Í dag prófaði ég naglalakk úr línunni sem er eiginlega glært en gefur svona hologram glimmer áferð – lakkið heitr Crystalissime nr 820. Ég setti það yfir svart naglalakk – líka frá L’Oreal og útkoman minnir mig smá á galaxy neglurnar sem eru búnar að vera vinsælar núna í ár.
Svo eru það maskarinn og eyelinerinn sem innihalda demantapúður, mér finnst stundum einum of mikill glans í svipuðum vörum sem innihalda glimmeragnir en í þessum vörum eru þær mjög fínar og passlega sýnilegar. Alla vega var ég svona í allan dag;)
Million Lashes maskarinn er minn uppáhalds að mínu mati er þetta einn af áramótamöskurunum í ár. En meira um það seinna!
EH
Skrifa Innlegg