fbpx

Jólagjöfin í ár er plötuspilari

Jól 2014JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Þegar amma og afi fluttu úr stóra raðhúsinu sínu fór ég í gegnum allt plötusafn pabba og bræðra hans – þeir áttu svo sannarlega margar perlur og sem betur fer hafði undirrituð eitthvað smá vit á tónlist þá því í dag á ég nokkrar stórkostlegar plötur sem hafa þó aldrei fengið að deila tónum sínum með neinum fyrr en nú. 10 árum eftir að ég fékk plöturnar létum við Aðalsteinn loks það eftir okkur að fjárfesta í plötuspilara í gær. Okkur var búið að langa þetta svo lengi og nú loks kom tækifærið við vorum búin að spara aðeins og keyptum okkur almennilega græju bæði plötuspilara og útvarp með hátölurum sem við tengdum við græjuna – þetta er svo jólagjöfin okkar í ár frá mér til hans og frá honum til mín. Við ákváðum að fara bara í Sjónvarpsmiðstöðina og fá aðstoð þar og hana fengum við sko og löbbuðum virkilega sátt út með þvílíkt flottar græjur og eigulegar. Eftir því sem ég eldist þá pæli ég miklu frekar í notagildi og endingu heldur en áður og ég held það sé ágætis kostur að búa yfir.

Græjan fékk svo að óma í gær og ég naut þess í botn að skipta ört um plötur og fá loksins að njóta tónlistarinnar frá þessum tíma eins og hún gerðist best þá – ég sit t.d. núna með Sgt. Peppers Lonely Hearts Club með Bítlunum á fóninum og með gæsahúð – þetta er tryllt!

Hér sjáið þið græjurnar tvær í öllu sínu veldi – við féllum alveg fyrir retro lúkkinu…

plötuspilari9 plötuspilari8
Ég er alveg sjúk í þetta útvarp – ég varð það um leið og ég sá það, við ætluðum ekkert að kaupa okkur svona fancy útvarp en við stóðumst ekki mátið!

plötuspilari7

Hér fyrir neðan sjáið þið plötuna sem fékk að óma fyrst allra – það var ég löngu búin að ákveða enda einn flottasti tónlistarmaður sögunnar og þessi plata er bara gullmoli! Pabbi átti hana og hún er sko merkt aftan á með sér útbúnum límmiða með nafninu hans og símanúmeri – þeir voru pró bræðurnir.

plötuspilari6

Hér fáið þið smá hljóðdæmi af Thriller…

Svo er þessi plata alveg frábær og stemmingin sem er í tónlistinni og fílingurinn – eins og ég segi hér fyrir neðan þá fæ ég bara gæsahúð.

plötuspilari5

Ég er algjör sökker fyrir Bítlunum og ég hef alltaf verið það þetta er ein af mínum uppáhalds plötum með þeim drengjunum.

plötuspilari3

Svo finnst mér aðeins of gott að það leynist ein plata frá drottningunni í bunkanum – frá þeim tíma þar sem hún var uppá sitt allra besta!

plötuspilari2

Svo eru margar fleiri gersemar sem leynast í þessum bunka mínum – nokkrar íslenskar líka þar á meðal er upptaka af Dýrunum í Hálsaskógi með Árna Tryggva og Bessa Bjarna í aðalhlutverkum.

plötuspilari

Plöturnar fá að hvíla ofan á fallega nýja fuzzy kollinum sem Aðalsteinn gaf mér í afmælisgjöf um daginn – svona þangað til þær fá sitt eigið heimili en ég ligg núna bara á pinterest og renni í gegnum myndir af skemmtilegum plötuhirslum.

Nú er ég alveg á því að þetta sé eina leiðin til að hlusta á tónlist – það er á vínyl! Nú þurfum við bara að fara að bæta einhverjum nýjum í safnið – helst íslenskum. Mér finnst sjúklega gaman að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru duglegir að gefa út á vínyl :)

EH

Krulluspreyin mín!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Anon

    12. November 2014

    Langar að vera smá plötunölli og ráðleggja þér að hafa ekki plöturnar liggjandi svona hver ofan á annarri, það verður til þess að þær pressist með tímanum…

  2. Andrea Magnusd

    12. November 2014

    Tékkaðu á Rocking records eftir Berglindi á Berglindsnorra.is …. Ég er með þannig ;)

  3. Rut R.

    13. November 2014

    hafa þær í trékassa… :)

  4. Magga

    13. November 2014

    Ma eg spyrja hvad thig borgudud fyrir svona ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2014

      Jájá er þaggi bara ;) Plötuspilarinn var á 59.990 og útvarpið á 39.990 – aðeins dýrara en við ætluðum okkur en ég er sannfærð um að við höfum gert mjög góð kaup :)