fbpx

J. Mendel – Dýrindis Feldir

FallegtFashionFyrirsæturTrend

Í gær var svona síðasti stóri dagurinn á tískuvikunni í New York. Í dag eru svo sýningar Calvin Klein og Ralph Lauren og svo færist fjörið yfir til London svo það styttist sífellt í Christopher Bailey og listaverkin hans fyrir Burberry.

Meðal þeirra sem sýndu í gær var J. Mendel. Áferðafallegar flíkur í hlutlausum litum voru í aðalhlutverki í sýningunni ásam hnéháum leðurstígvélum. Það sem vakti þó hrifningu mína voru fallegu feldirnir og hvernig þeir voru notaðir bæði í aðalhlutverki og til að poppa aðeins uppá aðrar flíkur. Sýningin hófst á power konunni í svörtu leðurkápunni og lauk með því að hún var komin í flowy síðkjól.

Hér eru myndir:

Virkilega flott sýning, flíkurnar mynduðu svo flotta heild og ég fór nánast að sjá á eftir kuldanum sem hvarf svo skyndilega núna í febrúar. Það er ótrúlegt hvað maður getur eiginlega aldrei verið sáttur með veðrið. Ég er alla vega þannig að þegar það er heitt úti þá versla ég ullarkápur og pelsa og þegar það er kalt og snjór úti á götum þá eru það sandalar og sumarkjólar sem koma heim úr verslunarleiðangri – já eða af eBay.

EH

Nicki #2

Skrifa Innlegg