fbpx

Íslenskar Snyrtivörur

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Í sumar þá hitti ég hana Sóley Elíasdóttur, konuna á bakvið Sóley Orgagnics snyrtivörurnar. Ég kolféll bæði fyrir vörunum og konunni á bakvið þær.

Ein af spurningunum sem brunnu á mér var ástæðan á bakvið nafnið á vörunum – afhverju vörurnar heita í höfuðið á henni. Sóley sagði mér frá því að fyrst hafi hún verið með allt aðrar hugmyndir að nafni fyrir merkið. Í þróunarferlinu hafi hún ráðfært sig við auglýsingastofu sem bentu henni á að hún væri nú þegar komin með fullkomið nafn fyrir snyrtivörur sem eru að mestu leyti gerðar úr lífrænum efnum.

Sóley er án efa best þekkt fyrir það að hafa verið leikkona en tók fyrir nokkrum árum ákvörðun um að nýta sér þekkingu á jurtaríkinu sem hafði borist á milli ættliða innan fjölskyldunnar hennar – þekkingin er komin frá langalangömmu hennar – Grasaþórunn. „Guð skapaði okkur á jörðinni og hann skapaði líka öll grösin, sem lækna alla sjúkdóma‟ – sagði Grasaþórunn og hugmyndafræðin á bakvið vörurnar endurspeglast af hennar orðum.

Þegar ég hitti Sóley og ræddi við hana um vörurnar þá fann ég að hún hefur ótrúlega mikinn metnað og mjög skýra sýn á það sem hún vill gera. Hún er svona ofurkona með mikinn drifkraft – ég hlakka til að fá að segja ykkur betur frá spjallinu okkar Sóleyjar – það verður reyndar ekki hér á blogginu mínu ;)

Sóley leyfði mér að prófa vörurnar hennar og mig langar að deila þeirri upplifun með ykkur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa lífrænar snyrtivörur – kominn til kannski ;)

Hér sjáið þið vörurnar sem ég er búin að prófa:

Græðir handáburður: ég nota þennan á hverjum degi. Ég er með hann niðrá skrifstofu og ber hann reglulega á hendurnar. Ég fæ ótrúlega oft óþæginlegan þurrk í hendurnar og hann hverfur um leið og ég ber handáburðinn á mig. Ilmurinn af honum finnst mér róandi og hann er passlega mikill.

Nærð: andlitsvatn sem ég spreya yfir húðina eftir að ég hreinsa hana með Hrein hreinsimjólkinni. Vatnið hefur ótrúlega frískandi áhrif á húðina. Mér finnst mjög erfitt að gera uppá milli varanna sem ég prófaði en mig langar mest að segja að Nærð andlitsspreyið sé í mestu uppáhaldi :)

Hrein: hreinsimjólk sem kemur í pumpu – algjör snilld og ég stillti minni bara upp við vaskinn svo ég gleymi því aldrei að hreinsa húðina – kvölds og morgna. Hún inniheldur kvöldvorrósarolíu og villtar íslenskar jurtir. Hún fjarlægir óhreinindi og farða af húðinni, nærir og mýkir hana.

Mjúk: húðskrúbbur sem þið nuddið á húðina áður en þið farið í sturtu og skolið hann svo af þar. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur og nærir og stinnir húðina. Ég er búin að vera að nota þennan skrúbb svolítið á slitin mín – enda eru þetta bara dauðar húðfrumur sem þarf að fjarlægja. Húðin mín verður silkimjúk eftir að ég nota þennan skrúbb. Hann er fullkomin í alla staði, hann kemur í miklu magni svo ég sé fram á að geta notað hann lengi í viðbót.

Eygló: dagkrem sem er ríkt af andoxunarefnum og ómissandi fyrir þurra, þreytta og líflausa húð. Nafnið segir allt sem segja þarf – Eygló = eilífð glóð. Frábært krem sem nærir vel húðina, fyrst þegar maður ber það á sig virðist það frekar þunnt en það kom mér virkilega á óvart hversu drjúgt það var og hversu góðan raka ég fékk. Þetta er krem sem leynir á sér og er þess virði að prófa.

Glóey: andlitsskrúbbur, eins og með Mjúk þá er Glóey ætlað að fjarlægja dauðar húðfrumur og hjálpa þannig húðinni að endurnýja sig. Það er mjög mikilvægt að skrúbba húðina sirka 2svar í viku til að fjarlægja óhreinindi sem liggja lengra inní húðinni. Glóey gefur húðinni glóð sem mér finnst best að segja að komi í kjölfarið af því að húðin verður svo hrein og vel nærð eftir að þið notið hann.

Steiney: steinefnamaski, vávává – voru mín viðbrögð þegar ég tók maskann af mér. Húðin mín var silkimjúk og svo hrein ég trúði þessu varla. Í krukkunni er duft sem þið blandið saman við smá vatn og bar á andlitið – þið sjáið nánari lýsingu á ferlinu hér fyrir neðan. En leirmaskinn vinnur á óhreinindum og losar eiturefni/ aukefni sem safnast fyrir á húðinni, hann kemur á jafnvægi, örvar efnaskipti, stinnir og styrkir húðina og hjálpar þannig á móti öldrun hennar.

Glóey – Eygló – Steiney

Ég tók myndir af mér með maskann og þið sjáið að fyrst er hann frekar blautur og hann þornar smám saman á andlitinu. Að lokum verður hann stífur. Mér finnst alveg ótrúlegt að á myndinni í neðri línunni, hægra megin þá sjáið þið óhreinindin í húðinni minni – ég fékk smá í magann þegar ég tók eftir þessu. En húðin mín var svo hrein og falleg eftir maskann ég trúði því varla.Ég nota þessar 3 vörur daglega – handáburðurinn er alveg einstakur. Hreinsivörurnar gefa húðinni einnig svona þæginlega tilfinningu og ég nota nærð spreyið stundum oft á dag. Ég er mjög oft ómáluð og þá spreyja ég yfir húðina til að fríska aðeins uppá hana og koma jafnvægi á rakastig hennar.

Þessar vörur eru svo á óskalistanum mínum til að prófa næst:Ég er sérstklega spennt fyrir því að prófa Græði kremið á bleyjuútbrotin hans Tinna – ég pæli sérstaklega mikið í því hvað ég set á húðina hans. Mér finnst skipta miklu máli að ég sé ekki að setja neitt nasty á fallegu, mjúku húðina hans. Ég er t.d. ekki farin að þrífa hann með sápu og ætla að bíða sem lengst með það.

Vörurnar frá Sóley eru dásamlegar og ég get ekki mælt nógu mikið með þeim. Vörurnar fáið þið m.a. í Hagkaup Kringlunni, Fjarðakaup, Kraum, Mýrinni, Heilsuhúsunum og þið getið séð vöruúrvalið HÉR.

Næst á dagskrá er svo að fara í spa-ið sem Sóley hannaði á Reykjavik Natura hótelinu, ég hef heyrt svo góða hluti um það – hafið þið prófað?

EH

Ný skrifstofa!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Steinunn

    13. August 2013

    Ég mæli með Birki sjampóinu! Nota það alltaf og það er yndislegt. Ég er með mjög viðkvæman hársvörð og þurrt hár og fyrir mig þá virkar Birki sjampóið betur en Græðir. :)

  2. Snædís

    13. August 2013

    Ég elska þessar vörur, og græðir er undrakrem átt ekki eftir að sjá eftir að prufa það.
    Ég hef farið nokkrum sinnum í spa-ið og það er dásamlegt að eiga góða stund þar xx

  3. Embla

    14. August 2013

    Hvar fást þessar vörur?

    • Elísabet

      15. August 2013

      Vörurnar fást m.a. í Hagkaup Kringlunni, Fjarðakaup, Kraum, Mýrinni, Heilsuhúsunum..

  4. Sunna

    14. August 2013

    Ó, svo sammála þér, ég dýrka þessar vörur! Ég lifi fyrir Fersk-hreinsifroðuna. Hún er algjör unaður og fullkomin fyrir mína húð. Næst á dagskrá er að næla mér í Glóey og Steiney. Já og Mjúk. Og. Ogogogog….

  5. Eva

    15. August 2013

    Ég elska Nærð og Glóey og finnst náttúrlega lyktin af þeim alveg yndisleg. Maður finnur strax að maður er að gera húðinni sinni gott með því að nota þessar vörur :)