fbpx

Isabel Marant fyrir H&M

Shop

Nei nú er mér allri lokið – hér er að mínu mati mætt flottasta samstarf H&M við fatahönnuð. Ég var búin að plana það að fara erlendis til að ná mér í flíkur úr línunni – ég verð að gera það núna eða senda eina fyrir mig í verslunarleiðangur!!

Lookbook myndunum fyrir línuna var lekið inná netið í gær – loksins segi ég nú bara;)

“I thought this was a good opportunity to say, ‘That belongs to me’,” sagði Isabel Marant í samtali við breska Vogue um samstarf sitt og H&M. Henni fannst að þetta væri hennar tækifæri til að tryggja það að eftirlíkingar af hennar fötum væru gerðar eftir hennar stöðlum.

Áður höfðu eingungis verið birtar 2 myndir af línunni en nú fáum við loksins að sjá fleiri. Hér sjáið þið að buxur eru í aðalhlutverki – ég verð að eignast einar slíkar, það eru eflaust fleiri sammála mér í því. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta vera flottasta samstarfið er sú að þetta eru allt mjög klæðilegar flíkur og ekki of mikið „out there“ – og það er mikið notagildi í hverri flík. Þær smellpassa inní H&M og hönnuðurinn hefir einmitt lagt áherslu á það að skapa gæðavöru sem allar konur geta notað. Þetta er mikið af stökum flíkum en ekki kjólum eins og svo oft áður.

slide_318425_2945712_free slide_318425_2945714_free slide_318425_2945715_free slide_318425_2945716_free slide_318425_2945717_free

Ég bilast það er bara þannig – þessar flíkur eru meðal annars á óskalistanum mínum…

slide_318425_2945713_freeslide_318425_2945722_freeslide_318425_2945723_freeslide_318425_2945727_freeslide_318425_2945729_free

Síða jakkapeysan og leðurbuxurnar vantar reyndar á þennan lista…

Hvernig líst ykkur á?

EH

Uppáhalds fljótandi farðarnir mínir

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Agata Kristín

    25. September 2013

    Er að elska síðu peysuna og þvílík gleði að ég er akkútar á leið út 14. nóv ví

  2. Jovana

    25. September 2013

    Hvenær á þetta að koma í búðir ?

  3. Agla

    25. September 2013

    Vá hvað ég er glöð – ég fer akkúrat til Bandaríkjanna 14. nóv :) Veivei