fbpx

Ilmvatnsglös með sögu og sjarma

ChanelIlmirInnblásturLífið Mitt

Ég er óttalegur kjáni stundum og fólk getur alveg ranghvolft augunum þegar ég fer að ræða um ilmvötn. En ef það eru einhverjar vörur í snyrtivöruheiminum sem vekja hjá mér gæsahúð þá eru það ilmvötn og þá sérstaklega þessi sögufrægu sem hafa tekið þátt í því að móta heim ilmvatna og veita ilmvatnsgerðarmönnum um allan heim innblástur í sínu starfi.

Síðustu ár hef ég byrjað að safna sögufrægum ilmvatnsglösum sem ég nýti meira sem skraut fyrir heimilið en beint kannski sem ilmvötnin mín þó mér finnist líka gaman að nota þau af og til – þegar ég er í þannig fíling.

Mig langaði að deila með ykkur tveimur sérstaklega frægum…

ilmvatnsglös

Hér sjáið þið tvö af mínum allra uppáhalds glösum – bæði frá Chanel og þau standa hlið við hlið uppí hillu með kössunum og poka frá þessu sögufræga merki. Ilmirnir tveir eru meðal þeirra þekktustu um heim allan og annar þeirra hefur veitt ilmvatnsgerðarmönnum innblástur í fleiri áratugi!

ilmvatnsglös3

Coco Mademoiselle

Þessi er algjörlega æðislegur, ilmurinn sjálfur heillar mig uppúr skónnum en Coco Mademoiselle er einn af vinsælustu ilmunum frá Chanel hér á Íslandi. Nýlega var einmitt auglýsingaherferð hér á Íslandi fyrir ilminn m.a. á strætóskýlum – ég veit ekki hvað það er en ég elska að sjá svona flottar tísku auglýsingar á strætóskýlunum okkar. Það er Keira Knightley sem er andlit ilmsins en hún er í mínum huga og margra annarra hin einstaka Coco Mademoiselle.

Ilmurinn kom fyrst á markaðinn árið 2001 og er hannaður af Jacques Polge sem hefur unnið fyrir merkið frá árinu 1978. Ilmurinn er allt öðruvísi en t.d. sá klassíski N°5 og sjálf er ég hrifnari af þessum en þetta er virkilega ljúfur blómailmur sem einkennist af Jasmín og Maí Rós og ilmirnir af þeim blómm verða ríkari með Florentine Iris.

ilmvatnsglös2

Chanel N°5 eau premiére

Hér er auðvitað um að ræða eitt allra frægasta ilmvatn í heiminum. Mörgum þykir þessi ilmur of þungur og of gamaldags – mér finnst hann einstakur, yndislegur og alveg fullkominn. Þegar ég finn þefinn af honum sé ég Coco sjálfa fyrir mér að starfa með ilmvatnsgerðarmanni sínum að velja á milli hugmynda hans og velja að lokum sýnishorn nr. 5. Þetta er reyndar ekki klassíska útgáfan sjálf heldur Eau Premiére útgáfan sem kom út árið 2007 sem á að vera nýstárlegri útgáfa af ilminum upphaflega. Ilmirnir eru alls ekki ólíkir – eau Premiére heldur í allt það einstaka frá þeim upphaflega og fyrir stuttu kom hann í glasi þar sem búið var að breyta því aðeins svo það yrði líkara því upprunalega. Glasið var öðruvísi og fimman var ekki sýnileg. Mér finnst persónulega þetta miklu flottara. Andlit Chanel no°5 er Gisele Bundchen.

Ilmurinn er sem áður segir eins uppbyggður og sá upprunalegri, nema hann er léttari, ljúfari og mýkri og ef til vill hentar hann betur til daglegrar notkunar en sá allra fyrsti.

ilmvatnsglös4

Mig vantar samt alveg svakalega glas af Chanel no°5 eau de Parfum – þeim allra fyrsta – safnið verður aldrei fullkomnað án hans :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Loksins - hinn fullkomni náttsloppur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna

    24. June 2015

    Hún Coco stóð ekki bara við hliðiná ilmvatnsgerðar mönnum heldur líka við hliðiná Þjóðverjunum í WW2, chillaði með SS þjóðverjum, sveik föðurland sitt og umgekkst meðal annars Himmler sjálfan.. just sayin…það gleymist oft í umsögnum um þessar “stórkostlegu” konu….