fbpx

Ilmvatngúrúinn faðir minn

Ég Mæli MeðFyrir HannIlmirLífið Mitt

Ég á einn ótrúlega fyndinn og skemmtilegan pabba sem notar hvert eitt og einasta tækifæri sem honum gefst til að monta sig af því að ég hafi lært allt sem ég kann um tísku og förðunarheiminn af honum. Honum finnst hann alveg sérstaklega fyndinn einstaklingur og ég get alveg tekið undir það – stundum. En það er þó eitt hobbý sem ég á sem ég held að ég geti með sanni sagt að sé frá honum og það er mikill áhugi á ilmvötnum. Nú hlær pabbi eflaust dátt en mér er full alvara kæri faðir!

Ég man reglulega eftir því að hafa farið með pabba þegar ég var lítil að hjálpa honum að finna sér nýjan rakspíra. Sá sem ég man hvað best eftir er upprunalegi Hugo Boss herrailmurinn sem mér finnst í dag ennþá einn sá besti sem fæst á markaðnum í dag. Ég held að pabba mínum hafi tekist að smita mig alvarlega af þessari ilmvatnsbakteríu og ég á svo auðvelt með að heillast af góðum ilmum hvort sem þeir eru fyrir dömur eða herra. Við feðginin eigum enn í dag góðar stundir og ég leyfi honum að fylgjast vel með því nýjasta í herradeildinni og hann kemur reglulega og nælir sér í nýjan herrailm. Þegar ég fékk nýjasta herrailminn frá Dolce & Gabbana þá heillaðist ég samstundis og eitt af mínum fyrstu verkum var að hóa í pabba og heyra hvað honum fannst – við erum hjartanlega sammála með það að hér sé á ferðinni mjög flottur herrailmur já og pabbi er búinn að eigna sér mitt sýnishorn sem hann fær að sjálfsögðu.

intenso

Nýji herrailmurinn frá Dolce & Gabbana heitir Intenso og þetta er einn sá flottasti herrailmur sem ég hef fundið lengi. Hann er innblásinn af fyrsta Dolce & Gabbana herrailminum sem kom á markað fyrir 20 árum síðan. Domenico Dolce segir að ilmurinn sé nútímalegri útgáfa af þeim fyrst og til að gera hann var fundin ný eymingaraðferð til að kalla fram skemmtilega tóna.

Ég fjalla um ilminn í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal og mér fannst ég koma sérstaklega vel fyrir mig orði þar svo ég vitni nú í sjálfa mig…

„Intenso er viðarilmur sem opnast með vatnskenndum tónum og grænum basil- og lavandertónum. Aðagaldur ilmsins er Moepel tónninn sem er glæný uppgötvun í ilmheiminum sem hefur verið endurskapaður úr blómum og blöðum bjöllutrésins. Tónninn er hér notaður í fyrsta sinn í ilmgerð og er lykileinkenni ilmsins. Tónninn blandast skemmtilega saman við karlmannlegan tóbakskem sem er áréttaður með mildum og þurrum tónum af heyi og korni. Dýpt og styrkur ilmsins kemur frá klettarós, sandelvið og sýprus. Með Intenso fagnar merkið nýrri kynslóð Dolce & Gabbana manna sem lifa í núinu og tjá tilfinningar sínar af ákafa og innileika.“

Það er þessi Moepel tónn sem fangar athyglina samstundis, ilmurinn tekur miklum breytingum sem maður finnur þegar maður þefar djúpt af honum og hann fer með mann í gegnum rússíbana af ólíkum tónum sem saman mynda þennan óviðjafnanlega herrailm.

Andlit ilmsins er hinn óviðjafnanlegi Colin Farrell og hann tekur sig sérstaklega vel út í auglýsingunum og fangar líklega vel athygli okkar kvennanna.

24CDB78500000578-0-image-a-1_1421555675428

Þetta er ilmur sem er tilvalinn fyrir alla ilmvatnsáhugamenn og ég hvet ykkur til að þefa af þessum því hann er sannarlega flottur og hann kemur á óvart – hann er ekki líkur neinum öðrum og ég er sannfærð um að við pabbi séum ekki ein um það að falla fyrir þessum.

Intenso er kominn í sölu og þið fáið hann á góðum díl í næstu verslun Hagkaupa en það eru Tax Free dagar svona ef þið voruð ekki búnar að frétta af því – tilvalinn glaðningur fyrir herrana á Valentínusardag ef þið haldið uppá hann.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

4. tbl af Reykjavík Makeup Journal!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Þóra Magnea

    12. February 2015

    Nú hló pabbi þinn dátt! Ég las þetta upp fyrir hann og hann skellti upp úr akkúrat á þeim stað sem þú sagðir að hann myndi hlæja af :-)