fbpx

Ilmur fyrir bæði kynin

Fyrir HannIlmir

Á hverju ári kemur ilmur frá Calvin Klein sem ætlaður er fyrir bæði kynin. Þar sem þetta er sumarilmur þá kemur hann bara í takmörkuðu upplagi. Ilmurinn er sérstaklega ferskur og hann minnir mig á ilmi sem koma á markað undir heitinu Aqua á sumrin.

Nóturnar í ilminum eru meðal annars, sítrus, gúrka, vatnsmelónur, vatna liljur, musk og moss. 

Myndin hér fyrir ofan er ekki svona auglýsingabrellumynd þar sem búið er að spreya vatni á flöskuna heldur lítur flaskan svona út. Áferðin er svona hrjúf en hún gefur ilminum líka svona ferskt lúkk – sumar lúkk. 

Í gegnum tíðina hefur mér alltaf fundist þessir ilmir henta körlum heldur en konum – alla vega miðað við það sem mér finnst. Ilmurinn í ár er ekki undantekning alla vega myndi ég persónulega ekki nota hann – unnustinn er hins vegar mjög hrifinn af honum og ég er hrifin af ilminum á Aðalsteini. Svo veit ég reyndar um nokkrar stelpur sem eru að nota hann. En mér finnst hann ilma allt öðruvísi á þeim en mér – en það er þó þekkt að ilmvötn ilma ekki eins á öllum.

Hvað finnst ykkur um þennan?

EH

Sýnikennsluvideo - Augabrúnir

Skrifa Innlegg