fbpx

Ilmandi jólagjafahugmyndir

Jól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Þá er komið að fleiri jólagjafahugmyndum. Þegar maður er nýbúin að ritstýra stóru ilmvatnsblaði er fátt sem kemst að í hausnum á manni en dásamlegir ilmir og hér eru nokkrir af mínum allra uppáhalds og þeim sem ég er mest að nota í augnablikunu. Þeir eru allir fullkomnir í jólapakka þeirrar sem þið viljið gleðja, þið getið ekki klikkað með einhverjum af þessum…jólailmir

1. STELLA Eau de Toilette
Minn allra uppáhalds ilmur og margra annarra. Ég mæli sérstaklega með þessum því það eru svo margar sem heillast samstundis af honum. Áberandi ilmurinn er búlgarska rósin sem ég persónulega dýrka.

2. Daisy Dream Forever frá Marc Jacobs
Það nýjasta frá Marc Jacobs, ég fýlaði þann eldri sem var ljósblár en þessi er tilvalinn svona vetrarilmur. Djúpur og svo silkimjúkur og fallegur. Þessi er alveg að klárast og kemur ekki aftur í búðir fyr en á nýju ári. Það er aldrei hægt að gera mistök með að gefa Marc Jacobs – er það nokkuð…

3. My Burberry Festive frá Burberry
Dásamlega ilmandi blanda blóma mynda þennan fallega ilm frá mínu uppáhalds tískuhúsi. Ilmur af London eftir mikla rigningu – er eitthvað jafn heillandi. Glasið sjálft er jafn klassískt og Burberry kápan sjálf en hér er smá twist því þetta er hátíðarútgáfan svo það eru gylltar glimmer agnir í ilminum sjálfum! Festive útgáfan er í takmörkuðu upplagi nú fyrir hátíðirnar.

4. Ari frá Ariana Grande
Ég hef á stuttum tíma heillast uppúr skónnum af þessum skemmtilega ilm. Það er eitthvað við blöndu hindberja, vanillu og sykurpúða sem mér finnst alveg ávanabindandi og svo er glasið svo fallegt. Einn flottasti stjörnuilmurinn í dag og ég hlakka til að sjá hvað kemur næst. Þó ég sé ekki með öll verð á hreinu þá þykir mér líklegt að þessi sé á ódýrasta verðinu en stjörnuilmirnir eru yfirleitt í ódýrari kantinum þó þeir séu ekki síðri.

5. I Am Juicy Couture frá Juicy Couture
Þessi ilmur kom mér skemmtilega á óvart, ég hef aldrei verið mikið fyrir ilmina frá Juicy Couture, kannski bara hentuðu þeir mér ekki. En þessi heillaði mig við fyrsta þef. Glasið finnst mér líka alveg ofboðslega skemmtilegt! Ilmurinn er dáldið ávaxtakenndur og frískandi með ljúfum blómum í hjartanu og fallegum grunni. Mæli endilega með að þið skoðið þennan.

6. Black Opium Eau de Toilette frá YSL
Ég er farin að kunna alveg svakalega vel við þennan og eiginlega betur en Parfum týpuna en mögulega er það því þessi er nýrri stundum á ég til að gleyma þessum eldri… ;) En einn allra vinsælasti ilmurinn í dag með ávanabindani ilm af frískandi toppnótum og girnilegu kaffi – þessi leynir á sér.

7. Essence The One frá Dolce & Gabbana
Ohh þessi er alveg ótrúlega dramatískur og heillandi! Hér er sérstök útgáfa af upprunalega The One ilminum en ilmurinn er þá bara enn þéttari og meiri. Hann er tilvalinn fyrir konuna sem vill fá þéttan og mikinn ilm sem vekur eftirtekt en hann er samt svo virkilega góður að hann er langt í frá að vera yfirþyrmandi. Glasið finnst mér fallegt gyllt áferð og svart – tímalaust og klassískt eins og ilmurinn sjálfur.

Hátíðin verður svo sannarlega vel ilmandi með einum af þessum í jólapakkanum…

Munið að þegar þið kaupið ilmvatn til að gefa í gjöf að reyna alltaf að fá prufu af ilmvatninu til að lauma með í pakkann svo sá sem þið eruð að gefa geti þefað af ilmvatninu áður en pakkningarnar eru opnaðar :)

Erna Hrund

Grímumaskar sem fá húðina til að ljóma!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ragnhildur

    18. December 2015

    Hvar fæst ilmvatnið frá Stellu?

  2. Guðrún Hulda Pétursdóttir

    19. December 2015

    Takk, þetta hjálpar, sérstaklega þegar finna þarf gjöf fyrir fólk sem á allt.