fbpx

Í uppáhaldi frá Make Up Store

AuguÉg Mæli MeðMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég á mér eina uppáhalds snyrtivöru hjá flestum merkjum sem fást hér á Íslandi. Það er þá vara sem mér finnst gjörsamlega ómissandi og sem nýtist mér vel. Mér datt í hug að fara yfir nokkrar þeirra á næstunni og byrja á þessari hér…

High Tech Lighter er vara frá Make Up Store sem er mjög kremuð og þétt. Highlighterinn kemur í þónokkrum mismunandi litum og það kom mér á óvart hversu mikið ég get notað þennan highlighter. Mér finnst alltaf kostur að geta notað snyrtivörur á marga mismunandi vegu, það fær mig mun frekar til að kaupa þær en ekki. Ég á í dag 2 liti Venus sem ég hef sýnt ykkur HÉR og svo Earth sem ég er með á myndunum í þessari færslu.

Hér sjáið þið vöruna sem um ræðir…hightechmus

Earth er dekksti liturinn og var búinn að vera í smátíma á óskalistanum mínum en hann var bara alltaf uppseldur. Það eru greinilega fleiri en ég sem halda uppá vöruna!

High Tech Lighterinn getið þið að sjálfsögðu notað sem highlighter þessi dökki litur hentar líka fullkomlega sem kinnalitur og það er hægt að ýkja uppbyggingu andlitsin bara betur með því að setja hann aðeins uppá kinnbeinin líka. Þið getið notað ljósari litina sem highlighter yfir allt andlitið, þið getið noað þetta á varirnar þá er eins og þið séuð bara með mjög litsterkan og þéttan gloss – og hann mun ekki haggast. En ég nota þessa mest á augun. Þetta eru fullkomnir augnskuggar til að grunna augnlokin áður en þið setjið meiri skyggingu, þeir virka líka einir og sér og þá kemur dáldið blaut áferð á augun sem er búin að vera í tísku undanfarið. En undanfarið hef ég verið að nota Eyedust frá Make Up Store yfir þá. Eyedust eru bara lausir augskuggar – eins og pigment.

hightechmus5

Highlighterinn heldur svo fast í Eyedustið að það haggast ekki og á móti þá mattar Eyedustið kremáferðina á High Tech Lighternum svo hann rennur ekki til.

hightechmus3

Þetta er fáránlega einfalt en mér finnst bara best að bera High Tech Lighterinn á með fingrunum og svo doppa ég Eyedustinu yfir með flötum augnskuggabursta og blanda svo litunum saman og mýki áferðina með blandara pensli. Hér er ég með Eyedust í litnum Hot.

hightechmus2

Fáránlega einfalt og flott – fullkomið helgarlúkk ;)

Næst á dagskrá er svo uppáhalds varan frá Maybelline – hún ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart!

EH

 

Tveir maskarar í einum!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hrönn

    24. January 2014

    Næs! Ótrúlega flott!! :)

  2. Inga Rós

    24. January 2014

    Eeeelska high tech lighterinn minn í Asteroid litnum. Nota hann sem highlighter og á augnlokin undir augnskugga og glimmer.Ein fjölhæfasta varan sem ég á, algjörlega sammála þér :)

  3. Thelma

    24. January 2014

    Ótrúlega fallegur!
    Ég væri til í að vita, þegar þú berð þennan á þig, gerir þú það með puttunum eða pensli? Og ef pensli, hvaða pensli þá?

    Kv Thelma