fbpx

Hring eftir Hring

Á ÓskalistanumFallegtFashion

Núna þegar kúlan mín er farin þá er ég svona smám saman farin að finna fyrir því að mig langar í ný og fín föt, föt sem mér fannst ég ekki alveg geta klæðst á meðgöngunni eftir tjaldkommentið fræga…. ;) Ein af flíkunum er prjónuð rúllukragapeysa og ég er búin að liggja yfir eBay undanfarið til að reyna að finna þá fullkomnu. Í gær fann ég gamalt Vogue blað þar sem var verið að fara yfir Met Gala veislur undanfarinna ára. Tímaritið var frekar gamalt því það var verið að vekja athygli á sýningu ársins 2011 þar sem hönnun Alexanders McQueen var til sýnis. Myndir af hönnun hans í gegnum tíðina var í blaðinu og meðal annars var mynd af þessari fallegu peysu sem er úr haustlínu ársins 1999.

Fyrirsætan er Guinevere Van Seenus og myndin er tekin af ljósmyndin er tekin af Steven Meisel í júlí 1999.

Peysan smellpassar að mínu mati í tísku vetrarins í ár svo enn og aftur er hægt að halda því fram að tískan fari í hringi. Þessi er fullkomin og mig langar í!

EH

Miista Holographic

Skrifa Innlegg