fbpx

Hrím eldhús opnar innan skamms!

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðShop

Núna í mars mun opna nú verslun á Laugaveginu sem er beint fyrir ofan þar sem Vatnsstígurinn mætir Laugavegi eða í húsnæðinu sem er við hliðiná nýju Dogma versluninni. Hrím eldhús opnar þar á næstunni og eins og nafnið gefur til kynna verður áherslan í vöruúrvalinu á vörur fyrir eldhúsið. Einhver merki sem hafa verði fáanleg í Hrím verða færð yfir í þessa nýju búð en einnig munu bætast við ný merki í flóruna. Stíllinn í versluninni verður sá sami og er fyrir í Hrím en svo verður líka fullbúið eldhús á svæðinu þar sem viðskiptavinir geta kannski fengið smá innblástur fyrir sitt eigið. Screen Shot 2014-03-05 at 9.53.27 AM Meðal merkja sem munu fást í Hrím eldhús eru: Seletti, Brita Sweden, Opinel, Baumalau, Sabre, Helt honey, Almedahls, Orrefors, Kosta Boda, Sagaform, Thornback & Peel, Stelton, Designhouse Stockholm, Jimbobart, House of Rym, OYOY, SMEG, Are Chocolate og Dansk Falcon. Frábært úrval og þó ég sé kannski ekki alveg með öll innanhúshönnunarmerki á hreinu þá kannast ég við ótrúlega mörg þessarar sérstaklega eftir ferð mína í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í janúar. En þar eyddi ég miklum tíma á innanhússhæðinni og dáðist af fallegum vörum. Hrím er ein af mínum uppáhalds verslunum og ég eyði miklum tíma þar bara í að skoða mig um og dást að fallegum vörum. Ég kem nú kannski ekki mikið af svona skrautmunum inná heimilið mitt lengur en mig vantar ýmislegt í eldhúsið svo ég get kannski farið að eyða peningunum mínum aftur í Hrím á næstunni! Hér sjáið þið nokkrar myndir frá merkjunum sem verða fáanleg í versluninni: SMEG-pastel-fridgeÍsskáparnir frá SMEG verða fáanlegir í versluninni – mig dreymir um að eiga svona.Oyster-Catcher-holiday-rental-in-Mousehole-Cornwall-Unique-Stays IMG_4339_RETTETHreint hunang frá Helt verða fáanleg í versluninni. Helt er danskt merki sem hefur fengið verðlaun fyrir umbúðirnar sínar. Það kemur mér ekkert á óvart – umbúðirnar eru æðislegar. Ég hef nú aldrei borðað mikið hunang en ég þarf klárlega að prófa þetta:)lovely-package-helt-5 1891178_10152228136904004_770501222_nMér finnst þetta lakkrís hunang sérstaklega spenanndi! Vörurnar frá ítalska merkinu Seletti eru ótrúlega spennandi – ég er aðeins búin að afla mér upplýsinga um það og ég er spennt að sjá hvernig vörur munu koma í nýju búðina frá því… hybrid_piatti seletti-hybrid-eufemia-4-copy-jpg rb_1111_15002_--__w_760_Screen-Shot-2011-11-23-at-10.22.55-AMVirkilega fallegir pottar, pönnur og mót úr línunni Kobenstyle frá merkinu Dansk.dansk kobenstyle alivingspaceproductimage-picture-mr-racoon-1503Ótrúlega skemmtilegar dýrateikningarnar á mununum frá breska merkinu Jimboart…slide2mt1

Ég er farin að hlakka mikið til að mæta í þessa nýju verslun! Að lokum langar mig að benda mínu fólki á að mig dreymir um að eignast ísskáp frá SMEG, bara svona ef þið eruð uppiskroppa með gjafahugmyndir fyrir mig;)

EH

Uppáhalds: Litlausu Litirnir

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð