Ég er alveg sjúk í nýjstu húðhreinsivörurnar sem voru að bætast í safnið mitt. Þær eru frá merkinu Neutrogena sem þið ættuð kannski margar að kannast við en umbúðirnar hafa alltar einkennst af norska fánanum sem er oft áberandi á þeim.
Einn af mínum uppáhalds handáburðum sem ég hef einmitt skrifað um HÉR er frá sama merki og mér hefur lengi langað að prófa fleiri vörur frá þeim en þessar hreinsivörur sem þið sjáið hér neðar hafa verið fáanlegar annars staðar í heiminum. Loksins eru þær nú komnar í vöruúrval hér á Íslandi en ég hef lengi tengt þetta vörumerki við gæði og ég veit að margir eru mér sammála.
Það komu raunverulega tvær línur af hreinsivörum núna frá Neutrogena. Grapefruit línan sem ég er með er fyrir allar húðtýpur. Ég myndi þó ráðleggja konum með þurra húð að nota Cream Wash hreinsinn og konum með blandaða húð að nota Facial Wash gelið. Ég er búin að prófa báða núna og Cream Wahs hentar minni húð mun betur. Skrúbbinn er ég svo búin að nota núna tvisvar í vikunni sem er að líða og hann hentar fyrir allar húðtýpur en hann er með örfínum kornum sem hjálpa húðinni við að endurnýja sig, fjarlægja dauðar húðfrumur og slíkt. Ef þið eruð með dáldið af bólum þá henta þessir fínu skrúbbar betur – eftir því sem kornin eru stærri því meiri líkur eru á að þið sprengið bólurnar og óhreinindin dreifa úr sér yfir húðina. Grapefruit línan inniheldur Microclear tækni sem felur í sér það að djúphreinsa húðina og losa hana við óhreinindi sem liggja djúpt inní henni og byggja upp varnir í húðinni gegn því að óhreinindi myndist.
Það besta við húðina er dásamlegi ilmurinn af vörunum sem ilma af greipávexti. Þær eru mjög mjúkar og einfaldar í notkun og fjarlægja allan farða og öll óhreindi. Ég nota þær þó ekki á augun en ég nota alltaf augnhreinsi mér finnst það bara alltaf henta mér betur.
Hin línan sem er appelsínugul og heitir Orange er fyrir olíumikla húð – samtals eru sex vörur í þeirri línu en ég ætla að gefa alla línuna á næstu dögum hér inná síðunni. Mig vantar nefninlega endilega lesanda til að prófa þær fyrir mig til að segja hvort vörurnar virki eða ekki.
Mæli með þessum ef ykkur vantar nýjar hreinsivörur þær eru líka svo fallegar á litinn – þrátt fyrir litinn þá er ekkert sem segir að karlmennirnir á heimilinu ættu ekki líka að nota vörurnar ;)
EH
Skrifa Innlegg