Mér finnst það merki um mögulegar vinsældir snyrtivöru þegar ég er farin að fá fullt af fyrirspurnum um græju sem ég er ekki búin að skrifa um heldur bara birta myndir af á Instagram. Það rignir sumsé inn til mín fyrirspurnum um nýju hreinsigræjuna sem ég birti myndband af á Instagram (@ernahrund) hjá mér um daginn – mjög skemmtilegt. En ég vildi ekki alveg setja hana hér strax inn fyr en ég væri alveg viss um að hún væri komin í verslanir.
Hér sjáið þið byltinguna í húðhreinsuninni minni – hreinsiburstann frá Olay!
Hér í myndbandinu getið þið svo fengið að vita allt um hann og séð hvernig ég nota hann. Ég mæli með því að þið horvið á videoið í HD upplausn.
Önnur ástæðan fyrir því að ég vildi aðeins bíða með að segja ykkur frá burstanum er sú að ég vildi almennilega prófa hann. Ég get ekki sagt annað en að ég sjái fram á gríðarlegan mun eftir 4 vikna notkun. Ég er búin að vera að nota hann í 2 vikur núna og húðin mín er endalaust búin að vera að skila óhreinindum uppá yfirborðið sem hafa greinilega legið djúpt inní henni. En ef þið eruð ekki þegar búnar að horfa á videoið hér að ofan þá er þetta hreinsigræja sem hjálpar okkur að djúphreinsa húðina á hverjum degi og gerir því húðhreinsunina miklu betri. Með aldrinum þá hægir á endurnýjun húðarinnar og með hreinsiburstanum þá erum við að örva þessa endurnýjun og hjálpa húðinni.
Nú kannast eflaust einhverjar ykkar við annan hreinsibursta sem nefnist Clarisonic. Þessi bursti er byggður á sömu hugmynd og hann en þetta er talsvert einfaldari útgáfa og þar af leiðandi töluvert ódýrari. Ég hef ekki prófað Clarisonic en það eftir því sem ég hef lesið mér til um þá eru til alls konar mismunandi útgáfur en hér er bara í boði ein frá einu þekktasta húðvörumerkinu í Bandaríkjunum. Þar sem ég hef ekki prófað Clarisonic þýðir lítið að spyrja mig útí hann en ég get eindregið mælt með þessum grip. Ef þið eruð með viðkvæma húð þá er ekki mælt með að þið notið burstann nema 1-2 í viku til að hjálpa endurnýjun húðarinnar.
Ég nota yfirleitt létta hreinsinn sem ég sýni í lok myndbandsins og kornakrem 1-2x í viku eftir ástandi húðarinnar. Með þessum bursta henta helst hreinsar sem freiða eða þeir sem eru í formi gels eða krems. Það eru alla vega þeir hreinsar sem ég hef prófað og mæli með til verksins.
Hér fyrir ofan sjáið þið kassann sem burstinn kemur í – hann er fáanlegur í Hagkaup Smáralind og Kringlu. Hreinsiburstinn gengur fyrir AA batteríum sem fylgja með. Burstinn má blotna og það má taka hann með í sturtu (ég gleymdi að nefna það í videoinu). Eins og ég nefni líka í videoinu þá er hægt að kaupa nýja bursta græjuna þeir koma tveir saman í pakka og það er mælt með því að skipta á 4 mánaða fresti. Eins er hægt að kaupa kornakremið í stærri umbúðum.
Þessi er geymdur á góðum stað uppí hillu inná baði þar sem ég sé hann alltaf og gleymi því síður að nota hann. Þetta er mjög frískandi hreinsun mun meiri en mig hafði órað fyrir. Það er þó tvennt sem er mikilvægt að passa uppá en það er að bleyta húðina áður en hreinsirinn er borinn á og að bleyta burstann áður en hann er notaður á húðina.
En eins og ég hafði lofað þá fær einn lesandi græjuna gefins – hljómar það ekki vel!
Hér eru leiðbeiningarnar til þáttöku:
1. Smelltu á Like við þessa færslu.
2. Farðu inná Facebook síðu Olay HÉR og smelltu á Like
3. Skildu eftir athugasemd við þessa færslu með nafninu þínu.
Svo dreg ég út sigurvegara í lok vikunnar sem fær burstann sendan heim. Ef þið hafið reynslu af svona hreinsiburstum hvort sem það er þessi eða einhver annar þá þætti mér ótrúlega gaman að heyra það.
Ef þið eigið í erfiðleikum með að muna eftir að þrífa húðina á hverjum degi þá er þetta græja fyrir ykkur. Þó svo ég sé alltaf að tönnslast á því hvað húðhreinsun er mikilvæg þá á ég alveg til að gleyma henni af og til – ég skammast mín þá alltaf sérstaklega mikið! En eftir að ég fékk þennan bursta þá er ég alltaf svo spennt að hreinsa húðina ég hef ekki enn gleymt því :)
EH
Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg