fbpx

Hið fullkomna hátíðardress

ÁramótFashionInnblásturJól 2014Shop

Ég er með smá samviskubit að vera að pæla í þessu með fullan fataskáp af fallegum fötum hérna rétt hjá mér en hugurinn leiðir mig ósjálfrátt á þessum tíma að hinu fullkomna hátíðardressi. Þessar pælingar mínar leiddu mig á Pinterest í leit að smá innblæstri sem var á endanum að þessaru færslu sem þið lesið hér nú…

Tjullpils:

Svona pils hefur verið á óskalistanum í langan tíma núna og mér finnst eiginlega smá leiðinlegt hvað lítið úrval er hér á landi sem einkennist helst af svona tjull undirpilsum. Ég raðaði saman nokkrum myndum af pilsum sem mér finnst svo sannarlega njóta sín ein og sér. Við pilsin er hægt að para fallegum topp eða peysu eins og margar tvær af þeim dömum sem þið sjáið hér fyrir neðan gera einmitt. Mér finnst pilsið með steinunum sérstaklega fallegt – smá svona Carrie fílingur í því ;)

ddcf772aa208cb9fd1e0bb0c88977b17

Pallíettupils:

Fátt segir meira hátíð en pallíettur í mínum huga, ég hef nú þegar klæðst pallíettukjól á áramótunum – hann er einmitt einn af þeim sem bíður inní skáp eftir næstu notkun. Ég er alveg kolfallin fyrir þessum maxi pallíettupilsum hér fyrir neðan. Klaufin sem er upp með leggjunum gerir það að verkum að mér finnst eins og dömurnar sem klæðast þeim séu endalaust hávaxnar. Við svona pils væri líklega best að vera í mjög einföldum topp að ofan – það er þó eflaust samt smá vesen að vera í svona stóru og eflaust þungu pilsi en þá henta stuttu kannski betur.

2cd3db354d13d0be3181e0283684c659

Öðruvísi litir:

Rautt, gyllt og silfrað þetta eru svona þessir típísku hátíðarlitir sem veita manni innblástur ár eftir ár – að ógleymdum hinum sígilda svarta. Hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir rammann og klæðast fallegum og björtum lit eins og þessum bláa hér fyrir neðan og þeim sægræna. Þessi dökkgræni kallar líka nafn mitt en hann er sá sami og á nýja hattinum mínum frá Janessa Leone – en þetta er litur sem er fullkominn við dökkar varir hvort sem þær eru rauðar eða fjólubláar – svona Ernu Hrundar litir ;)

1a227daff8e0d547b9db5a559589915e

Glysgjarnar buxur:

Það er svo einfalt að klæða sig við glysgjarnar og áberandi buxur eins og þær sem þið sjáið hér að neðan. Einföld blússa liggur augum uppi við svona dress og að klæðast buxum um hátíðirnar er náttúrulega mjög þægilegt. Ef þið eruð jafn heillaðar og ég t.d. af þeim gylltu þá eru til rosalega svipaðar í Selected um þessar mundir – ég kannski máta þær á morgun ef mín stærð er enn til. En búðin er svo sem full af flottum buxum og sniðið er mjög fallegt og þægilegt en eins og ég hef skrifað um áður þá luma ég á þónokkrum slíkum í mínum fataskáp.

3edc52fbb17eda1f0588fe4a7ca4b0fb

Fjaðurpils:

Mér finnst alltaf eitthvað voða daðurslegt og kjút við svona fjaðurpils, ég hef þó aldrei rekist á neitt fallegt sjálf eða kjól þó mig rámi nú í að mín yndislega og fyrrum uppáhalds búð Rokk og Rósir hafi eitt sinn lumað á slíkum gersemum – vá hvað ég sakna þessarar verslunar ennþann dag í dag. Fjaðurpils já eða faldar á kjólum eru voða hátíðlegir og kannski ekki jafn auglós hátíðlegur klæðnaður og glansinn og glamúrinn frá pallíettunum.

2ba61174f3878849eeb9a332b3a89c30

Nú er tíminn til að þræða verslanir í leit að hinum fullkomna hátíðarklæðnaði ef þið eruð ekki nú þegar komnar með ykkar dress. Ég ætla aðeins að hafa augun opin fyrir fallegum klæðnaði næstu daga og þar á meðal þarf ég endilega að koma mér í Hafnafjörðinn til hennar Andreu minnar – hún lumar alltaf á einhverju fallegu sem hentar mér.

Munið að njóta líka þess stutta sem eftir er af aðventunni*

EH

R&R: jólagjafahugmyndir fyrir stráka

Skrifa Innlegg