Ég reyni nú að vera eins dugleg og ég get að gefa lesendum margar af snyrtivörunum sem ég fæ í tengslum við síðuna en ég hef aldrei gert neitt fyrir strákana. Auðvitað er fullt af æðislegum snyrtivörum fyrir herra á markaðnum – en það á auðvitað líka við um strákana að þeir eigi að þrífa húðina kvölds og morgna og nota krem ;)
En snyrtivaran sem eflaust langflestir karlmenn nota eru herrailmir – svo mig langar að gefa tvo af nýjustu herrailmunum á markaðnum í dag. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að taka þátt – strákum og konum sem langar að gleðja karlana í lífi sínu.
En nýlega hóf Yves Saint Laurent samstarf við listamanninn Gardar Eide Einarsson við að hanna limited edition umbúðir utan um L’Homme ilmina frá YSL. Við fáum tvo þeirra til Íslands – dag og kvöld ilminn sem þið sjáið hér fyrir neðan…
L’Homme:
Toppnótur: Sítrus – Bergamot – Engifer kjarni
Hjarta: Kryddaður Blómailmur
Grunnur: Fjólulauf – Basillika – Hvítur Pipar – Sandalviður
La Nuit De L’Homme:
Toppnótur: Kardemomma – Bergamot
Hjarta: Sedarviður
Grunnur: Coumarin – Vetiver
Gardar er að hluta til Íslendingur sem fæddist í Noregi. Hann er þekktur nútímalistamaður
„For me, YSL’s incredibly strong heritage is a great source of inspiration. The way Mr. Saint Laurent collected art,
for example, is really incredible. When you see the images from his private collection, that’s how every artist wants
his or her art to be collected. So, coming from a brand like Yves Saint Laurent, I felt there was something about the
project that made me want to do it.“
„My inspiration for these three fragrances’ artwork, was related mainly to two things. First of all, there was this idea of masculinity. What is masculinity and how it can be portrayed. Secondly, I felt that there was some kind of parallel that could be made between the perfume and painting. Between the way one expresses oneself through scent and the way an artist expresses himself through abstract painting . So I wanted to do something that was quite abstract and painterly in a way.“
Það má eiginlega segja að flaskan sjálf sé listaverk sem myndi sóma sér líka vel sem fallegt stofustáss inná heimili – eða svefnherbergisstáss (maður á nefninlega ekki að geyma ilmvötn inná baði þar sem hitastigið getur verið svo óstabílt).
Til að eiga kost á því að eignast þessa herrailmir hvort sem það er fyrir ykkur sjálfa eða fyrir stelpur til að gefa þá þurfið þið bara að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum….
1. Byrjið á því að smella á Like takkann á þessari færslu
2. Farið inná Facebook síðu YSL á Íslandi – YVES SAINT LAURENT ICELAND – og smellið á Like takkann þar
3. Skiljið eftir athugasemd með nafni við þessa færslu ;)
EH
Skrifa Innlegg