fbpx

Heimsókn í MOA

FallegtFylgihlutirLífið MittSS15Stíll

Ég á eina vinkonu sem ákvað að hella sér fyrir stuttu útí verslunarbransann og keypti ásamt fleirum fylgihlutaverslunina MOA. Ég hafði lítið af henni heyrt og rétt svo litið einu sinni inn um hurðina á rölti mínu um Smáralind. En þegar mitt fólk tekur sig til og gerir eitthvað svona spennandi og skemmtilegt þá mæti ég að sjálfsögðu forvitin og ef mér finnst það flott þá verð ég nú að deila því með ykkur kæru lesendavinkonur!

Í MOA Smáralind finnið þið allar tegundir af fylgihlutum – skart, skó, töskur og klúta svo fátt eitt sé nefnt. Í búðinni eru fjórar ólíkar línur af fylgihlutum í boði og svo er auðvitað svona klassískt skart sem hentar við öll tilefni. Í heimsókninni greip ég nokkur hálsmen sem heilluðu augað og tók myndir á símann – vona að gæði séu í lagi ;)

En ég er voðalega pen þegar kemur að fylgihlutum ég hef aldrei verið mikið blinguð alla vega ekki svona á seinni árum. Svo ég er voðalega pen í vali og svo virðist ég meira farin að hallast að silfri – ég sem vildi helst ekki sjá það. En silfrið tónar svo fallega með trúlofunarhringnum sem er líklegast skýringin.

photo 1-20

Mér finnst þessi dáldið skemmtileg – svolítið rokkuð og ég efast ekki um að það muni speglast fallega sólin í þríhyrningunum.

photo 2-21

Þessi finnst mér æði svo fíngerð og skemmtileg og ég fýla að hún sé svona tvöföld!

photo 3-15

Ég gat svo ekki annað en mátað þessa – ekta svona útihátíðarfílingur í henni og augun bara sogast að þessari fallegu festi! Ég var einu sinni alltaf með svona miklar og áberandi hálsfestar en ég er eitthvað voða settleg þessa dagana svo hún fékk að fara aftur uppí hillu en falleg er hún.

Tvær hálsfestar fengu að koma heim með mér í poka – báðar voðalega skemmtilegar og fínlegar og ekta ég. Svo eru þær auðvitað flottar fyrir sumarið – ég tók örlítið öðruvísi myndir af þeim… ;)

moa2 moa

Mér finnst þessi hálsmen alveg virkilega falleg og ég sé fyrir mér að geta notað þau í sumar. Ég var í smá svona leiðangri inní búðinni að skoða og prófa það sem mér leist á og mér fannst dáldið fyndið að máta svona síðar hálsfestar. Ég meikaði það alla vega ekki þær stóðu bara útí loftið á kúlunni. Þær verða greinilega að bíða betri tíma. En þessar fallegu stuttu smellpassa fyrir mig í þessu ástandi sem ég er núna :D

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Essie í Hörpu!

Skrifa Innlegg