fbpx

Heimföndur – Aðventukransinn minn

Fyrir HeimiliðHeimaföndur

Ég verð að sjálfsögðu að deila með ykkur aðventukransinum sem ég föndraði í ár. Reyndar finnst mér ekki rétt að kalla þetta aðventukrans og því hef ég notað orðið aðventulengja :)

Hér sjáið þið gripinn!

aðventukrans2 aðventukrans

Ég fékk allt í kransinn í Ikea og í föndurbúðinni á Dalvegi í Kópavogi. Límið, bandið, tölustafirnir, pappírinn, klemmurnar og málningin kom úr föndurbúðinni. Diskurinn og könglarnir koma úr Ikea. Kertin fékk ég gefins í verkið en þau fást í öllum matveruverslunum, t.d. Bónus, Krónunni og Nóatún :)

Hér sjáið þið eitthvað af því sem ég notaði í verkið.

Ég ákvað að hafa kertin frekar látlaus og notaði því hvítan pappír í hólkinn utan um þau. Þegar límið hafði þornað vafði ég bandinu utan um þau og klemmdi tölurnar á bandið með pínulítilli þvottaklemmu.

Tölurnar hafði ég málað kvöldinu áður en ég kláraði kransinn með steingrárri málningu – mér fannst aðeins of hart að nota svarta málningu.

Ég hvet ykkur til að kíkja á þessa föndursýnikennslu HÉR til að sjá hverni ég gerði kertin. Hér fyrir ofan er mynd af líminu sem ég notaði fyrir þennan krans en það er víst uppselt á mjög mörgum stöðum… Svo endilega hafið samband við föndurbúðir áður en þið leggið af stað í kertalímsleiðangur svo þið farið ekki í leiðindaferðir.

Gleðilega aðventu – ég vona að ykkar dagur hafi verið jafn fullkominn og minn :)

EH

Gjöf fyrir þá konu sem á skilið dekur

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hilrag

    2. December 2013

    sæt…aðventulengja ;)

    xx