fbpx

Hátíðin með Helenu Rubinstein

ÁramótÉg Mæli MeðHelena RubinsteinJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég held að ein stærsta áskorun mín í þessum hátíðarförðunum öllum hafi verið að gera lúkk sem eru nógu ólík hver öðru. Það vil ég helst gera í þeim tilgangi til að sýna ykkur alla möguleikana sem í boði eru. Mikið vona ég að enginn sé komin með leið á lúkkunum því ég verð að segja að mér þykir voða gaman að gera þau öll og þetta heldur mér svo sannarlega í góðri æfingu!

Næst lúkk er frá merki maskaradrottningarinnar eins og ég kýs að kalla hina stórkostlegu Helenu Rubinstein. Þær eru helst þrjár drottningar snyrtivöruheimsins sem ég horfi til með aðdáun – Elizabeth Arden, Estée Lauder en þó eiginlega helst hennar Helenu. Ef þið vissuð það ekki þá eigum við það henni að þakka að vatnshelda maskaraformúlan varð til en hún fann hana upp og hefur merkið alla tíð síðan þá árið 1939 verið leiðandi á þeim markaði. Sá nýjasti frá merkinu Lash Queen Mystic Blacks er gjörsamlega frábær og merkið sýnir og sannar það að arfleið þessarar flottu konu verður haldið á lofti um ókomna tíð.

Þegar ég gerði þetta lúkk var ég að prófa margar vörur í fyrsta sinn frá merkinu – ég hef í raun bara prófað snyrtivörurnar – þær sem næra og þrífa húðina og svo maskarana. Allt hitt var nýtt fyrir mér og ég eins og alltaf þakklát fyrir að fá að prófa eitthvað nýtt.

Hér sjáið þið hátíðarlúkkið mitt með vörum frá Helenu Rubinstein – dramatískur glamúr kýs ég að kalla þessa förðun:

hrhátíð

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði:

hrhátíð8

Color Clone Foundation: Einn allra vinsælasti farðinn hjá merkinu og á Íslandi. Þetta er svona einn af þessum förðum sem við í förðunarheiminum vitum uppá hár hver er. Þetta er klassískur farði sem kom löngu á undan CC kremunum og hefur þjónað sama tilgangi löngu áður en hugmyndin að þeim varð til. Hér er á ferðinni farði sem einblínir á það að fullkomna litarhaft húðarinnar. Liturinn aðlagast fullkomlega að litarhafti hverrar konu og það má eiginlega segja að maður sjái það gerast smám saman á húðinni – töfrum líkast! Ég er með ljósasta tóninn – surprise!

Magic Concealer: Ég dái og dýrka fljótandi hyljara eins og þennan því það er svo gott að blanda þá saman við farðann og ná því að fullkomna áferð yfirborðsins. Þessi hyljari hylur allt og þykir einn af þeim bestu á markaðnum. Með svona fljótandi hyljara er líka þægilegt að laga ýmislegt til eins og að fullkomna mótun varanna með því að ramma þær vel inn með hjálp flats bursta og hyljarans. Á myndinni sjáið þið líka Prodigy hyljarann sem er bæði förðunar- og snyrtivara, hann hentar mér kannski ekki alveg en hann er fullkominn fyrir konur sem eru komnar með línur í kringum augun því hann vinnur á þeim, dökkum litum og jafnar yfirborð húðarinnar í kringum augun og hylur um leið.

hrhátíð3

Merkið er í dag kannski ekki þekkt fyrir augnskuggana sína en fyrir nokkrum árum síðar ríkti mikil litagleði og sköpun í þeim fræðum hjá merkinu. Þegar augnskuggarnir sem fást hjá merkinu í dag voru gerðir var það haft að leiðarljósi að þetta yrðu augnskuggar sem væru framúrskarandi á öllum sviðum. Ég hafði aldrei prófað þá en liturinn, styrkurinn, mýktin og blöndunin er til fyrirmyndar. Wanted Eyes Duo augnskuggarnir innihalda tvo liti sem passa vel saman, er hægt að nota í sitthvoru lagi og auðvitað með öðrum augnskuggum. Litasamsetningin mín heitir Charming Silver og Fatal Black.

hrhátíð7

Aðferðin sem ég nota til að blanda saman augnskuggunum er ein sú einfaldasta í bókinni en silfarði augnskugginn fer yfir allt augnlokið og sá svarti fer í globusinn og er ýktur aðeins inná augnlokið. Svo er bara að blanda og mýkja sérstaklega með svona svarta liti því ég kýs að hafa þá eins mjúka og ég get. Ég er síður en svo fyrir mikið sem er svart og skarpt ;)

Þegar ég var ánægð með úrkomuna ákvað ég að ýkja töluvert silfraðatóninn í augnkrókunum til að fá augun svo sannarlega til að gefa flottan sparkle!

hrhátíð4

Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fullkomnar Lash Queen Mystic Blacks maskarinn förðunina og hann fullkomnar umgjörð augnanna minna. Þessi maskari er gríðarlega skemmtilegur og ég verð að hrósa endingu maskarans sem ég er nú búin að eiga og nota í þónokkrar vikur en formúlan er alltaf jafn falleg og fljótandi.

Á vörunum er ég með rauða varalitinn frá merkinu, Wanted Rouge í litnum Possess nr. 101. Hann er með svakalega flottum glans sem tónar vel með augunum. Mér finnst silfruðu köldu tónarnir um augun fara bara nokkuð vel með rauða tóninum. Við þessa förðun væri vo fullkomið að vera með lausan hársnúð í hnakkanum og jafnvel silfraðar eða svartar neglur.

hrhátíð6

Þessi er snilld og ætti svo sannarlega að vera á óskalistanum ykkar fyrir jólin kæru dömur!

hrhátíð5

Hátíðlegt og glitrandi lúkk frá merki maskaradrottningarinnar – þetta hentar að sjálfsögðu líka sem áramótalúkk!

Nú fer þó að síga í endann á þessum hátíðarförðunum mínum – þær sem eftir eru eru frá Yves Saint Laurent og Cool Cos. Milli jóla og nýars mæta svo sérstakar áramótafarðanir þar sem ég mun taka fyrir merkin Max Factor og L’Oreal, engar áhyggjur ég var ekki búin að gleyma þeim flottu merkjum!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég vil svo  minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum!

Hið fullkomna hátíðardress

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Sirra

    17. December 2014

    Úlala skvísa!!

  2. Ragnhildur Hólm

    18. December 2014

    Ég eeeelska nýja HR maskarann og það er rétt hægt að ímynda sér hversu svekkt ég var þegar ég komst að því að það núna er hvergi hægt að fá HR vörur á Akureyri… Frekar mikið jólasvekkelsi!

  3. Sigga

    24. December 2014

    Vá ekkert smá flott look :) Ætla að splæsa í þennan maskara fyrir áramótagleðina