fbpx

Hátíðarlúkkið frá Sleek

AugnskuggarÉg Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Núna er komið að hátíðarlúkkinu frá breska merkinu Sleek sem hin yndislega Heiðdís Austfjörð selur á haustfjord.is. Ég er hrikalega skotin í þessar förðun – þó ég segi sjálf frá en ég brá á smá leik með nýrri highlighterpallettu sem var að koma í sölu hjá merkinu.

Förðuninni skartaði ég á hátíðartónleikum Siggu Beinteins sem voru stórkostlegir!! Ef þið þekkið Siggu megið þið engilega skila hlýjum kveðjum til þessarar stórkostlegu söngkonu frá mér:)

Hér sjáið þið förðunina…sleekhátíð

Hátíðleg og ljómandi förðun – alveg eins og ég vil hafa þær!

sleekhátíð9

Augnskuggapallettan sem ég notaði heitir DANCING TIL DUSK – smellið á nafnið til að fara inná síðu haustfjord.is. En pallettan inniheldur fjóra augnskugga og tvo kinnaliti. Ég byrjaði á því að grunna skygginguna með matta dökka litnum, skyggingin var hringlótt sem þýðir að ég setti augnskuggann sitthvorum megin við miðju augnloksins sem ég hélt hreinni. Í miðjuna setti ég svo ljósa matta skuggann og dreifði vel úr til að mýkja skygginguna. Svo fór dekkir sanseraði liturinn yfir skygginguna og ljósi sanseraði yfir miðjuna.

Ég ákvað svo að nota orange kinnalitinn – hrikalega fallegur litur.

sleekhátíð4

Mér fannst þó vanta aðeins meiri ljóma og í staðin fyrir að nota hana bara á andlitið skellti ég lit úr highlighter pallettunni í augnförðunina!

sleekhátíð8

Ég bara bilast yfir þessari fallegu pallettu!! PRECIOUS METAL HIGHLIGHTING PALETTE – smellið á nafnið til að finna vöruna á haustfjord.is. Ég féll fyrir þessari um leið og ég sá hana fyrst en hún inniheldur fjóra liti – þrjá blauta og einn þurran. Ég notaði bara litinn sem er í neðra hægra horninu. Ég setti litinn yfir mitt augnlokið og blandaði saman við púðurskuggana og ég setti hann líka í innri augnkrókinn og aðein meðfram neðri augnhárunum og svo setti ég hann að sjálfsögðu ofan á kinnbeinin.

sleekhátíð3

Mér finnst highlighterinn á augunum alveg fullkomna förðunina sem verður einnig rosalega hátíðleg með þessu litla smáatriði.

sleekhátíð2

Face Form pallettan mín er mín allra uppáhalds frá merkinu og ég nota hana á hverjum degi. Í þessar förðun notaði ég samt bara mótunarpúðrið því ég notaði kinnalit og highlighter úr hinum pallettunum. Minn litur er reyndar uppseldur en það er ein af þremur pallettum til – þessi vara er bara fullkomin og algjörlega idiot proof – FACE FORM FRÁ SLEEK.

sleekhátíð6

Það er alveg ótrúlegt hvað smá highlighter í augnkróknum getur birt yfir augunum og augnumgjörðinni. Ég er alltaf hrifin af þessu auka tipsi til að fullkomna augnförðunina.

sleekhátíð7

Maskarinn er líka frá Sleek, hann heitir Lethal Length og ég kann mjög vel við hann, sérstaklega þar sem hann greiðir mjög vel úr augnhárunum og lyftir þeim vel frá augunum. Ég hef ekki mikið notað hann en þegar ég hef gert það hef ég aldrei orðið vör við að hann smitist eða hrynji – það er gæamerki. MASKARI FRÁ SLEEK. Glossinn sem ég er með á vörunum er svo GLOSS ME Í LITNUM ANGEL FALLS. Virkilega fallegur ljós varagloss sem gefur fallegan glans en glossinn er ekki kístraður.

Ég er alltaf jafn hrifin af þessu skemmtilega merki sem er á svo góðu verði. Highlighter pallettan er nú orðin mín önnur uppáhalds vara frá merkinu, það er langt í það held ég að það fari eh vara fram úr Face Form pallettunni. En svo er svo æðislegt að vörurnar eru á svo góðu verði og þessar pallettur eru fullkomnar í vinkonugjafir því þær eru á mjög sanngjörnu verði og þetta er samt mjög vegleg gjöf að mínu mati.

Í vikunni koma svo hátíðarfarðanir frá Guerlain, Make Up Store og Max Factor!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég og Burberry erum eitt

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Sigga

    8. December 2014

    Elska þegar þú tekur eitthvað fyrir sem ég á og þá fær maður helling af hugmyndum <3 takk

  2. Magga

    10. December 2014

    Rosa flott lúkk og skemmtileg lesning!

    Væri samt skemmtilegt að sjá þig taka fyrir hátíðarlúkk á öðrum stelpum, til að fá svona tilfinningu fyrir hvernig lúkkið myndi koma á öðruvísi augnlokum :)

    :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. December 2014

      Ó, bara ef ég hefði tíma þá myndi ég hiklaust gera það svo um leið og ég fæ fleiri tíma í sólarhringnum skal ég skella í þannig – lofa! :***

    • Inga Rós Gunnarsdóttir

      10. December 2014

      Sammála Möggu, væri til í að sjá þig nota módel með mismunandi augnumgjarðir og svona en það er auðvitað fljótlegast að skella þessu á sjálfa sig :D

      • Reykjavík Fashion Journal

        10. December 2014

        Eins og ég segi við Möggu þá vinnst bara ekki tími til þess – bloggið er bara áhugamál sem fylgir mér og mínum þremur vinnum svo ég vona að lesendur mínir skilji að ég reyni alltaf að gera mitt besta til að sýna vörurnar en það ég get ekki gert allt :);)

  3. Oddný Björg

    10. December 2014

    Hvernig meik ertu að nota þarna? kanski stendur það í færslunni en ég bara sé það ekki :O

    ótrúlega flott förðun, greip mig strax ! virkilega falleg