fbpx

Hátíðarlúkk: a night at the opera

GuerlainJól 2014JólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Þá er komið að hátíðarlúkki með einni af þeim dásamlegu hátíðarlínum sem rataði til landsins – línan er A Night at the Opera og er frá merkinu Guerlain. Línan er einstaklega hátíðleg og einkennislitir hennar eru rauður og gylltur. Ég fékk nokkrar vörur úr línunni og setti saman þetta einfalda hátíðarlúkk…

Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifin af þessu fallega franska merki en Terracotta línan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér,

guerlainhátíð

Hér sjáið þið vörurnar sem spila aðalhlutverkið í þessari förðun – fyrir utan Joli Teint undirstöðuna…

guerlainhátíð5

Ég er rosalega hrifin af áferðinni sem augnlokin mín fá með þessum skemmtilegu augnskuggum þeir endurkasta birtu mjög fallega af sér og einhvern vegin kemur bara nýr og nýr litur eftir því hvernig birtan sem skýn á augun er á litinn. Áferðin minnir mig einna helst á svona hologram áferð. Hér fyrir neðan getið þið séð litina sem ég notaði mun betur.

guerlainhátíð3

Þann hvíta setti ég yfir allt augnsvæðið og mýkti til, sá bleiki fór bara yfir ytri helming augnloksins og blandaðist fallega saman við hvíta litinn. Þessi palletta ber nafnið Cygne Blanc og er nr. 11. Hin pallettan í línunni er talsvert ólík þessari en hún er með plómulituðum augnskugga og svo dökkum svörtum skugga sem er með silfraðri glimmeráferð. Palletturnar eru þvi einstaklega skemmtilega ólíkar.

Mér fannst mjög gaman og kærkomin tilbreyting að sjá þessa liti – mér finnst langskemmtilegast að gera ólíkar hátíðarfarðanir til að sýna sem besta flóru af því sem er í boði og hvernig það kemur út.

guerlainhátíð7

Rauðu varirnar er svo það sem gerir þetta hátíðarlúkk hátíðlegt og það er þessi dásamlegi gloss úr línunni sem er því að þakka, liturinn heitir Rouge Paradie og er nr. 920. Glossinn kom mér skemmtilega á óvart því hann er svo litsterkur, oft með svona litsterk gloss þá finnst mér þau dáldið þunn og ekki minna mig á venjuleg gloss – þetta er hins vegar ekki þannig, þetta er bara þétt og litsterkt gloss og glansinn á því tónar einstaklega vel með áferð augnanna.

guerlainhátíð4

Hér sjáið þið svo betur varaglossinn og naglalakkið.

guerlainhátíð6

Lakkið sjálft kom hrikalega vel út en það kom mér á óvar hversu þéttur liturinn sjálfur var. Í sjálfu sér hefði verið nóg fyrir mig að setja bara eina umferð af lakkinu en klaufinn ég þurfti aðeins að vanda mig betur. Það eina með svona sanseruð lökk er að maður þarf að vanda strokurnar því annars geta ójafnar rákir í lakkið sem hjálpar ekki áferð lakksins. Glansinn sem varirnar fá er svo alveg fullkomlega í takt við það sem er í gangi á augunum og húðinni og því er þetta ljómandi hátíðarförðun.

Naglalakkið í hátíðarlínunni heitir Coque d’Or og er nr. 400.

guerlainhátíð8

Gylltar neglur eru mjög hátíðlegar og mér finnst þær voða jólalegar – eins og mér finnst siðan silfraðar neglur fullkomnar fyrir áramótin!

Á morgun mætir svo sýnikennsla frá Helenu Rubinstein á síðuna og þá fer nú að síga í annan endann á þessu en þá eru þó alla vega þrjú lúkk sem eru eftir – svo verða sérstök áramótalúkk eftir jól – öll með gerviaugnhárum en ekki hvað ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég vil svo  minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum!

Í uppáhaldi: Dip Brow

Skrifa Innlegg