fbpx

Hátíðarförðun frá Make Up Store

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMake Up StoreMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk að prófa nokkrar vörur úr desember línu Make Up Store sem nefnist Renaissance. Línan er með ofboðslega klassískum litum og líka skemmtilegum öðruvísi litum eins og t.d. naglalakkið sem ég er mjög skotin í sem poppar vel uppá heildarförðunina – já ég tel neglurnar alltaf með :)

Hér sjáið þið förðunina…
mushátíð5

og auðvitað með lokuð augun. Ég er rosalega mikið í því að byrja með daufa skyggingu um augun og bæta svo bara á hana eftir því sem mér finnst þurfa. Þá geri ég það helst með opin augun og fer bara með augnskuggaburstann beint í globuslínuna og nudda fram og til baka.

mushátíð2

Ég er hrikalega ánægð með það hvernig augnskugganir eru að blandast saman. Hér er ég bara með tvo liti sem tóna virkilega vel saman og förðunin er mjög einföld í framkvæmd en ég útskýri hana betur hér fyrir neðan.

Fyrst vörurnar sem ég notaði…

mushátíð7

Varaliturinn er tvöfaldur (miklu betri mynd hér fyrir neðan) liturinn heitir Duo Angel. Augnskuggarnir eru auðvitað Microshadow og sá dekkri er 4ci Renaissance og sá ljósi heitir Spirit. Glossinn fallegi heitir Stucco en ég kaus að nota varalitinn frekar – ég er meiri varalitamanneskja. En hann er virkilega fallegur og ljóminn frá honum er mjög flottur en þið sjáið aðeins hvernig flassið endurkastast af honum á myndinni. Naglalakkið er með svona glimmer sandáferð og mér finnst liturinn ótrúlega flottur en þið sjáið hann auðvitað hér aðeins neðar, lakkið heitir Nina.

mushátíð3

Ég byrja á því að setja ljósari litinn yfir allt augnokið og aðeins upp í átt að augabrúnunum. Dökki skugginn fer svo bara í skygginguna en þá finnst mér best að bera hann á augnlokið og nota svo stærri blöndunarbursta til að dreifa úr litnum og mýkja hann. Svo eins og ég skrifa hér fyrir ofan þá bæti ég bara í skygginguna eftir því sem mér finnst vanta. En með því að vera með opin augun þegar ég bæti í skygginguna þá næ ég að gera smá svona Cut Crease effect á förðunina. Lykillinn hér er að blanda, blanda, blanda en svo nota ég blöndunarburstann og það sem verður eftir í honum nota ég til að setja meðfram neðri augnhárununm.

mushátíð6

Tvöfaldi varaliturinn er rosalega skemmtilegur. Fyrir innan er liturinn kremaður og þéttur og frekar hreinn litur, utan um er sanseraður, orange litur og saman blandast þeir í mjög fallegan varalit og með því að hafa þá svona aðskilda verður varaliturinn einhvern vegin ennþá flottari og skemmtilegri að eiga.

mushátíð

Mér finnst  þetta lakk alveg tryllt og það sem ég elska alltaf við svona lökk með sandáferð er hversu fljót þau eru að þorna. Það tekur svo stutta stund og svo er trixið bara að leyfa naglakkahreinsinum bara að liggja á nöglunum í smástund svo hann fái að leysa lakkið vel upp og strjúka það svo af.

mushátíð8

 

Ég er virkilega ánægð með þessa förðun sem er kannski svona í einfaldari kantinum – alla vega í litavali en báðir þessir litir finnst mér mjög eigulegir og ég get notað þá með öðrum litum, til að lýsa og til að skyggja. Held að þessi förðun fari líka í uppáahaldshópinn af þeim sem ég hef gert fyrir þessa hátíð – hvað segið þið?

Fylgstu með MAKE UP STORE á Facebook

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég mæli með...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. hildur

    13. December 2014

    Flott!

  2. Sæunn Pétursdóttir

    14. December 2014

    Varaliturinn er æði, svo sumarlegur :)