Hin dásamlega fallega Gwyneth Paltrow er andlit snyrtivörumerkisins Max Factor. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er merkið eitt elsta snyrtivörumerki í heiminum en Max Factor er einn af þeim sem var leiðandi á sínum tíma í förðunarheiminum en fjölskyldan hans hefur einnig fetað í fótspor hans en barnabörn hans stofnuðu merkið Smashbox og halda þannig heiðri Factor nafnsins á lofti í snyrtivöruheiminum.
Gwyneth hefur verið andlit merkisins frá árinu 2012 og setið fyrir í fjölmörgum myndatökum á vegum merksisns. Nýjasta myndatakan er verkefni listræns stjórananda merksins, Pat McGrath sem er einn þekktasti förðunarfræðingur heimsins í dag. Verkefnið sýnir vel hversu breytt vöruúrval er í boði hjá merkinu en hér breytir Pat Gwyneth í nokkrar af þekktustu konum heims með förðunarvörunum frá Max Factor.
Hér er um að ræða tímabilafarðanir frá fjórum áratugum og því fannst mér smellpassa að sýna ykkur þessar myndir þar sem það styttist nú í næstu tímabilaförðun frá mér – 30’s ;)
Smá baksviðs myndir er alltaf gaman að hafa með…
Gwyneth sem Audrey Hepburn (50’s).
Gwyneth sem Bridget Bardot (60’s).
Gwyneth sem Farrah Fawcett (70’s).
Gwyneth sem Madonna (80’s).
Þetta eru voða skemmtilegar myndir að mínu mati sérstaklega set upið í kringum þær. Farðanirnar eru hver annarri fallegri en Gwyneth passar sérstaklega vel inní diskótímabilið!
Mér finnst líka alltaf voða gaman að lesa mér til um uppáhalds vörur kvenna hjá förðunarmerkjum en Gwyneth segir að uppáhalds vörurnar sínar hjá merkinu séu maskararnir en henni þyki þeir áberandi bestir frá Max Factor.
EH
Skrifa Innlegg