Titillinn á færslunni er alltaf það sem kemur fyrst í hugann á mér þegar ég heyri merkið Gucci nefnt. Fyrir ykkur sem ekki kannast við hana þá er þetta setning úr hinni ódauðlegu Spice Girls kvikmyndinni.
Gucci sýningin er nýyfirstaðin á tískuvikunni sem er nú hafin í Mílan. Eins og hjá Marc Jacobs í New York voru sterk tengsl í tískuna sem réði ríkjum á 8. áratug síðustu aldar hjá Gucci. Frida Giannini sendir hér frá sér gullfallegar flíkur og leggur áherslu á stóra og áberandi skartgripi við. Sniðin á flíkunum eru látlaus en elegant og gera það að verkum að fyrirsæturnar virðast svífa áfram á pallinum. Litirnir eru sterkir og hún er ekki að blanda ólíkum litum saman heldur er alltaf sami litur á móti sama lit ef það eru tvær eða fleiri flíkur á hverri fyrirsætu. 70’s munstur og hlébarðamunstur í ljósum litum blönduðust líka aðeins inná milli hinna litanna. Það að setja samstæðar flíkur saman hvor við aðra hefur verið áberandi á tískuvikunum fyrir næsta sumar, það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í það að vera í einum sterkum lit eða einu áberandi munstri. Nú hefur maður að sjálfsögðu oft verið í öllu svörtu en ætli það sé ekki kominn tími til að færa sig aðeins úr þægindarammanum. Ég valdi sérstaklega græna dressið á næst neðstu myndinni til að sýna svona samstæðu, mér finnst eitthvað skemmtilegt og ferskt við þetta, ætli hönnuðurnir séu ekki kominn með smá nóg af því að vera með alltof mikið af alls konar lituðum flíkum blönduðum saman og þetta er breytingin sem þeir kalla á!
Hér sjáið þið það sem mér fannst standa uppúr:
Guli kjóllinn á efstu myndinni heillar mest hjá mér.
Mér líkar líka vel við þá stefnu að þegar það er verið að sýna svona kraftmiklar flíkur að þá er hárið tekið alveg frá svo það truflar alls ekki. Ég kann vel að meta hugsunina á bakvið þessi pínulitlu smáatriði sem geta samt skipt svo ótrúlega miklu máli.
Ég er strax farin að hlakka til næsta sumars þó svo það síðasta sé ekki alveg farið:)
EH
Skrifa Innlegg