fbpx

Greige

AugnskuggarBobbi BrownÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Núna fyrir helgi kom ný vörulína frá Bobbi Brown í sölu í Lyf og Heilsu í Kringlunni. Línan ber nafnið Greige og inniheldur förðunarvörur í svakalega fallegum og kannski best að segja dularfullum litartónum. Greige er litur sem er grátóna beige litur og hann einkennir mikið vörurnar í línunni sem inniheldur augnskuggapallettu, kremaugnskugga, nýja Intense Pigment augnskugga og naglalökk.

Línan kom fyrst inní Lyf og Heilsu því þar standa nú yfir Bobbi Brown dagar :) Ég fékk augnskuggapallettuna og eina af Intense Pigment augnskuggunum og setti saman einfalt lúkk sem ég sýndi skref fyrir skref á snapchat og hér getið þið sem misstuð af því séð Greige lúkkið mitt….

greige13

Ég er sjálf alltaf mjög hrifin af svona brúnum litum í köldum tónum. Mér finnst alltaf gaman að nota kalda augnskugga, ég veit ekki hvað það er það er kannski helst því mér finnst þeir fara mér sjálfri best.

greige7

Hér sjáið þið augnskuggana sem ég notaði. Til hægri er það þessi tryllingslega fallega augnskuggapalletta sem inniheldur 8 augnskugga sem eru ýmist, mattir eða með metallic áferð. Svo er það Instense Pigment augnskuggarnir en hér sjáið þið eina af þremur litasamsetningum. Mér fannst þessi persóunlega flottust, græni er mjög fallegur og hinir tveir sitthvoru megin við hann eru fullkomnir – ég nota þá tvo í þessari förðun.

greige9

Hér fá svo umbúðirnar að njóta sín, pallettan finnst mér sérstaklega flott en hún minnti mig smá á farsímahulstur – ég hefði svo sem ekkert á móti einu svona fyrir minn síma. Intense Pigment augnskuggarnir eru svo í klassískum Bobbi Brown umbúðum.

greige15

Ég rammaði inn augun með Intense Pigment augnskuggununum, þeim ljósari og svo setti ég þann dekkri inní vatnslínuna til að þétta augnumgjörðina.

greige8

Pallettan er mjög eiguleg, en það er svo sem alltaf það sem ég segi um Bobbi Brown palletturnar – ég er samt aldrei að segja eitthvað sem ég meina ekki 150%. En svo er það fyrir hvern og einn að ákveða hvort litirnir fari sér.

Ég byja á því að móta skygginguna í globuslínunni með matta ljósbrúna litnum, færi mig svo í þann næst ljósasta og geri það sama. Munið að blanda litunum svakalega vel til að mýkja þá og fá fallega áferð. Svo ramma ég inn miðjuna með næsta lit og set svo þennan ljósa sanseraða lit í mið augnlokin og bleyti aðeins uppí honum með Fix+ til að fá þéttari áferð, ég set hann líka í augnkrókana.

greige17

Ég ákvað að hafa förðunina í léttari kantinum en það er leikur einn að gefa augunum meiri dýpt og gera þau meira í áttina að frekar þéttri kvöldförðun. Það er algjörlega málið að prófa sig áfram með þessa skemmtilegu liti!

greige10

Á húðinni er ég með Intensive Skin Serum Foundation sem er einn af mínum uppáhalds förðum og sá sem er í langmestri notkun í augnablikinu. Í sýnikennslunni sýndi ég líka nýju Corrector og Concealer vörurnar frá Bobbi sem ég sýni ykkur betur seinna á blogginu en þær eru ekki komnar í sölu. Á vörunum er ég svo með Creamy Matte varalitnum í litnum Pale Beach. Ég elska Creamy Matte varalitina – uppáhalds varalitirnir mínir!

greige18

Mér finnst þetta alveg ofboðslega falleg augnskuggapalletta og línan í heild sinni er virkilega falleg að mínu mati. Kremaugnskuggarnir eru æðislegir en þar er t.d. einn litur sem heitir Greige og hann er alveg pörfekt. Held það væri upplagt að nota kremuðu litina með Intense Pigment augnskuggunum.

Í dag er síðasti kynningardagurinn á Bobbi Brown vörunum í Lyf og Heilsu Kringlunni en það er 20% afsláttur af öllum Bobbi Brown vörum fyrir utan Greige línuna. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það þar sem þetta eru alveg glænýjar vörur allt saman. En þið getið t.d. nælt ykkur í þennan dásamlega serum farða sem ég nota á hverjum degi og fallega varalitinn. Eftir helgi fer svo línan í Hagkaup Smáralind, þangað fara bara 2-3 pallettur en það komu svakalega fáar – svo ekki missa af henni ef ykkur líst vel á hana því hún kemur ekki aftur :)

Annars verður letidagur hjá okkur fjölskyldunni í dag – mig langar helst að vera í náttfötunum og bara uppí sófa en mér heyrist á eldri syni mínum að það verði ekki í boði þar sem hann vill fara í hattabúð eða Smáralind í dag – já hann er sonur móður sinnar!

EH

Tryllt förðun hjá Givenchy

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ólöf Karla

    22. October 2015

    Rosa falleg palletta en þú deildir á snapchat annarri pallettu á eftir þessari. Man hún á að fást í Hagkaup og var alls ekki dýr.. var í fallegum jarðlitum. Kannastu við það:P?

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. October 2015

      Var það ekki bara The Nudes pallettan frá Maybelline eða Nude pallettan frá L’Oreal í Beige litnum :)